Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

26. september 2011 UtanríkisráðuneytiðUTN Fréttir

Viðurkenning á sjálfstæði Palestínu verði rædd á Alþingi

UN GA ÖS 2011
UN GA ÖS 2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að íslensk stjórnvöld styddu umsókn Palestínumanna um aðild að SÞ og að þau hygðust leggja fram þingsályktunartillögu í næstu viku um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Ráðherra sagði ennfremur að Ísland myndi styðja ósk Palestínumanna, kæmi hún til kasta allsherjarþingsins.

Utanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu að viðurkenning á sjálfstæði Palestínu væri í anda sátta í Mið-Austurlöndum, það væri raunar heimskulegt að neita Palestínumönnum um sjálfstæði á sama tíma og krafan um lýðræðisumbætur færi um Arabaheiminn.

Ráðherra ræddi þróunarsamvinnu og staðfesti að íslenskir þingflokkar hefðu, allir sem einn, samþykkt tímaáætlun um að ná þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að leggja fram 0,7% af þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar. Hann ræddi mikilvægi þess að huga að umhverfismálum og loftslagsmálum og standa að grænni byltingu sem fælist m.a. í notkun endurnýjanlegra orkugjafa þar sem Íslendingar hefðu margt fram að færa. Utanríkisráðherra lagði í máli sínu áherslu á áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðir, ekki síst lífríki sjávar.

Ræðu utanríkisráðherra á allsherjarþinginu er hægt að lesa hér:

Horfa á utanríkisráðherra flytja ræðuna í allsherjarþinginu

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta