Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

3. maí 2022 MatvælaráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Forathugun á sameiningu stofnana - grein birt á mbl.is 2. maí 2022

Fyr­ir rúmri öld voru sett­ar á fót tvær brautryðjenda­stofn­an­ir sem hafa unnið göf­ugt starf alla tíð síðan. Land­græðslan og Skóg­rækt­in hétu upp­haf­lega Sand­græðsla rík­is­ins og Skóg­rækt rík­is­ins. Verk­efni beggja stofn­ana hef­ur frá upp­hafi verið að vernda og græða land. Fyrstu ára­tug­irn­ir sner­ust um nauðvörn, skóg­um hafði verið eytt og sveit­ir sums staðar lagst í auðn vegna jarðvegs­eyðing­ar.

Könn­um kosti sam­ein­ing­ar

Síðan þá hafa verk­efn­in breyst. Sam­kvæmt nýj­um lög­um um skóg­rækt og land­græðslu skal gera stefnu­mark­andi áætlan­ir um land­græðslu og skóg­rækt til lengri tíma. Unnið er að því í mínu ráðuneyti að sam­ræma til­lög­urn­ar í eina heild­aráætl­un sem nær m.a. yfir vernd­un og end­ur­heimt vist­kerfa, nátt­úrumiðaðar lausn­ir í lofts­lags­mál­um, sjálf­bæra land­nýt­ingu, efl­ingu þekk­ing­ar og sam­starfs og hvernig þessi verk­efni geta stuðlað að já­kvæðri byggðaþróun. Þessi nálg­un mun ein­falda til muna for­gangs­röðun og þannig stuðla að auk­inni skil­virkni og aukn­um ár­angri.

Þess­ar syst­ur­stofn­an­ir í vist­vernd og nýt­ingu lands hafa að mörgu leyti al­gjör­lega hliðstæð verk­efni. Báðar end­ur­heimta vist­kerfi og sinna mik­il­væg­um mál­efn­um sem snúa að los­un og bind­ingu gróður­húsaloft­teg­unda. Þær eiga ríka og far­sæla sögu um sam­starf með grasrót­ar­sam­tök­um, al­menn­ingi og land­eig­end­um. Mik­il­vægi lofts­lags- og um­hverf­is­mála hef­ur aldrei verið meira en á okk­ar tím­um, jafnt á heimsvísu sem inn­an­lands. Það um­hverfi sem Land­græðslan og Skóg­rækt­in hafa starfað í hef­ur tekið hröðum breyt­ing­um, og vænt­ing­ar al­menn­ings og stjórn­valda hafa breyst. Með til­liti til alls þessa, aug­ljósr­ar skör­un­ar verk­efna og mik­ill­ar sam­legðar hef ég ákveðið að setja af stað for­at­hug­un á sam­ein­ingu þess­ara tveggja stofn­ana.

Efl­um og end­ur­heimt­um

Næstu ára­tug­ina er það for­gangs­verk­efni að leita víðtæks sam­starfs um að end­ur­heimta og efla vist­kerfi lands­ins til að ná mark­miðum okk­ar í lofts­lags­mál­um. Sam­hliða því þarf að hlúa að og efla líf­fræðilega fjöl­breytni og styrkja aðra vist­kerf­isþjón­ustu sem landið hef­ur upp á að bjóða. Það þarf jafn­framt að efla þekk­ingu á flóknu sam­spili land­nýt­ing­ar og lofts­lags­mála og sam­hæfa miðlun upp­lýs­inga til al­menn­ings og stjórn­valda. Síðustu ár hafa báðar stofn­an­ir mikið aukið ráðgjöf til land­eig­enda og unnið að mörg­um sam­vinnu­verk­efn­um með þeim. Þar má m.a. nefna skóg­rækt á lög­býl­um og Bænd­ur græða landið. Sér­fræðing­ar beggja stofn­ana búa yfir mik­illi sér­hæfðri þekk­ingu og öfl­ug­ar rann­sókn­ir á vist­kerf­um, gróðurfari og lofts­lagi eru stundaðar af beggja hálfu. Með því að sam­eina fagþekk­ingu og krafta þess­ara stofn­ana verður til öfl­ug stofn­un sem sinn­ir ráðgjöf við nýt­ingu lands og styður við efl­ingu allra vist­kerfa og land­gæða til framtíðar.

Höfundur er matvælaráðherra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta