Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

24. ágúst 2022 MatvælaráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Grænt stökk - grein birt á mbl.is 23. ágúst 2022

Stóra verk­efni okk­ar tíma er að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og laga sam­fé­lagið að lofts­lags­breyt­ing­um. Það verður ekki leyst með orðunum ein­um sam­an. Held­ur með aðgerðum og fjár­fest­ing­um. Þetta er veru­leik­inn sem við stönd­um frammi fyr­ir. Árið 2030 nálg­ast og ís­lensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til þess að standa skil á veru­leg­um sam­drætti á los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Frá því að ég mælti fyr­ir fyrsta frum­varpi til laga um lofts­lag árið 2012 hef­ur margt gerst. Lofts­lags­mál hafa færst ofar í stjórn­kerf­inu og nú er það svo að við hverja ákvörðun þarf að spyrja sig hvort hún muni auka eða draga úr los­un Íslands. Und­ir mitt ráðuneyti heyra stór­ir og mik­il­væg­ir at­vinnu­geir­ar, land­búnaður og sjáv­ar­út­veg­ur. Þeir eru mik­il­væg­ir, bæði hvað varðar efna­hags­lega hags­muni Íslands en einnig varðandi lofts­lags­mál. Fáar grein­ar hafa sömu mögu­leika til þess að auka bind­ingu eins og land­búnaður­inn en í jarðvegi og trjám er hægt að binda mikið kol­efni og koma í veg fyr­ir mikla los­un.

Draga þarf hratt úr los­un frá land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi

Los­un frá þess­um geir­um hef­ur farið minnk­andi síðustu 30 ár, þrátt fyr­ir aukna fram­leiðslu í land­búnaði. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur dregið veru­lega úr notk­un á olíu vegna hagræðing­ar við veiðar. En þetta er ekki nóg. Meira þarf til. Stjórn­völd taka ekki ákv­arðanir fyr­ir bænd­ur eða út­gerðar­menn. Stjórn­völd marka stefn­una og geta sett hvata til ár­ang­urs. Þannig þarf, við end­ur­skoðun bú­vöru­samn­inga, að gæta að því að samn­ing­arn­ir feli í sér hvata til ár­ang­urs í lofts­lags­mál­um. Þar eru sókn­ar­færi. Gagn­vart sjáv­ar­út­veg­in­um þarf að fara yfir reglu­verk, hvort óþarfa girðing­ar séu fyr­ir notk­un á lofts­lagsvæn­um lausn­um. Ég hyggst flytja mál sem fjar­læg­ir eina slíka girðingu með haust­inu, þannig að unnt verði að nota spar­neytn­ari skip við veiðar.

Hvat­arn­ir þurfa að virka

En um­tals­verður ár­ang­ur í sjáv­ar­út­vegi næst ekki nema flot­inn skipti út jarðefna­eldsneyt­inu. Tækni­lega er það flókið en það þarf samt að gera kröf­ur um ár­ang­ur. Hugs­an­lega þarf að gera það sama með skip og gert var með fólks­bíla, þ.e.a.s. að setja í lög að óheim­ilt verði að stunda fisk­veiðar við Ísland á skip­um sem ganga fyr­ir jarðefna­eldsneyti eft­ir til­tekna dag­setn­ingu. Þá er einnig hægt að ákveða að beita aðgengi að auðlind­inni sem hvata. Nú þegar not­ar ríkið hluta af þeim 5,3% sem dreg­in eru frá heild­arafla til þess að styrkja til­tekn­ar gerðir veiðarfæra. Það má hugsa sér að nota sam­bæri­lega hvata til þess að hvetja til lofts­lagsvænni veiða. Hvaða leið sem far­in verður þarf að virka því að tím­inn er naum­ur.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta