Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

11. september 2022 MatvælaráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Land og líf - grein birt á mbl.is 10. september 2022

Fyr­ir stuttu gaf mat­vælaráðuneytið út sam­ræmda áætl­un í land­græðslu og skóg­rækt, ásamt aðgerðaáætl­un til næstu fimm ára. Þar með er mörkuð stefna um hvernig við vilj­um sjá land­græðslu og skóg­rækt þró­ast næstu ár og til­greint hvernig við ætl­um að hrinda þeim fyr­ir­ætl­un­um í fram­kvæmd. Mark­viss­ar aðgerðir sem þess­ar eru for­senda þess að við get­um náð mark­miðum okk­ar í lofts­lags­mál­um. Vinna þarf að því að ná 55% sam­drætti fyr­ir árið 2030 og svo að hinu stóra verk­efni, að þjóðfé­lagið verði kol­efn­is­hlut­laust árið 2040. Án mik­ils ár­ang­urs í þeim hluta sem heyr­ir und­ir land­notk­un mun það ekki nást. Við höf­um ekki tíma til þess að bíða þangað til að allri óvissu um hver los­un­in er, hef­ur verið eytt með rann­sókn­um. Við vit­um nóg nú þegar. Við vit­um að rofið land og fram­ræst vot­lendi los­ar kol­efni og skóg­rækt bind­ur kol­efni.

Blóm­leg vist­kerfi bæta lífs­gæði

Þá eru þess­ar aðgerðir ekki ein­göngu lofts­lagsaðgerðir held­ur eru þær í sjálfu sér mik­il­væg­ar og góðar. Í rúm hundrað ár hef­ur Land­græðslan stundað sína mik­il­vægu starf­semi, sem fyrst um sinn sner­ist um nauðvörn en hin síðari ár um sókn. Þó er enn mikið verk fyr­ir hönd­um, enda er allt of stór hluti lands­ins illa gró­inn en ætti að geta verið grös­ug­ar heiðar. Blóm­legri vist­kerfi styðja ein­fald­lega við bætt lífs­gæði þjóðar­inn­ar ásamt því að blóm­legri vist­kerfi gefa meiri afurðir af sér, fyr­ir þá sem nýta þau.

Þær aðgerðir sem unnið verður að munu skila hundruðum þúsunda tonna sam­drætti í los­un og auk­inni bind­ingu. Gert er ráð fyr­ir blöndu af land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Orð eru til alls fyrst en það þarf einnig að huga að þeim hvöt­um sem eru til staðar fyr­ir land­eig­end­ur til að ráðast í verk­efni. Ég sé fyr­ir mér að nauðsyn­legt verði að beita bú­vöru­samn­ing­un­um til þess að skapa rétta hvata. Enda er það allra hag­ur að ráðist sé í sem fjöl­breytt­ust land­bóta­verk­efni. Eðli­legt er að ríkið búi þannig um hnút­ana að þeir sem ráðist í slík verk­efni upp­skeri laun erfiðis síns.

Bænd­ur þurfa að upp­skera fyr­ir ár­ang­ur

Þess­ir hvat­ar eru ekki til staðar í þeim bú­vöru­samn­ing­um sem gerðir voru 2016. Eng­ir hvat­ar eru til staðar fyr­ir bónda að t.d. end­ur­heimta vot­lendi eða stunda mark­vissa beit­ar­stýr­ingu. Þessu verður að breyta, því að öðrum kosti er ætl­ast til þess að bænd­ur gefi vinnu sína. Það er hvorki sann­gjarnt né væn­legt til ár­ang­urs. Til þess að við náum ár­angri verða nauðsyn­leg um­skipti að vera rétt­lát. Þannig verður að aðlaga kerfið þannig að það umb­uni þeim sem ná ár­angri í lofts­lags­mál­um.

Næstu ár eru af­ger­andi. Sam­ræmd áætl­un í land­græðslu og skóg­rækt er stórt skref í rétt átt. En fleiri skref, m.a. grænk­un bú­vöru­samn­inga með áherslu á ár­ang­ur­s­teng­ingu þurfa að fylgja á næstu ár.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta