Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

21. september 2022 MatvælaráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Ávarp við opnun sjávarútvegssýningarinnar 21. september 2022

Ágætu gestir

Það er sannkölluð ánægja að sjá þann mikla fjölda gesta hér á þessari xx sjávarútvegssýningu sem haldin er hér á Íslandi. Sýningar sem þessar eru frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sínar vörur og hvað þær vinna að. Það er engum blöðum um það að fletta að nýsköpun hefur verið einn grundvallarþáttur í því að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi á Íslandi. Þá er staðan þannig að útflutningur á þekkingu og tækni í sjávarútvegi er að verða hagstærð sem skiptir verulegu máli. Hluti af þessu „einhverju öðru“ sem stendur undir fjórðungi af útflutningstekjum landsmanna.

Það er margt spennandi að gerast í tengslum við umhverfisvænni veiðarfæri, en eins og ný skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um plastmengun á hafsbotni ber merki um þá er mikilvægt að við finnum efni í veiðarfæri sem uppfylla skilyrði sem sjómenn gera til þeirra en jafnframt eyðast í náttúrunni á tímaskala sem ekki er jarðsögulegur. En eins og er þá er líklegt að það plast sem safnast hefur fyrir á hafsbotninum síðustu áratugi verði þar þangað til að jörðin eyðist, í milljónir ára. Við sjáum að þetta plast safnast upp í lífkerfinu þannig að það finnst í kræklingi, þorski og ufsa. Við viljum ekki þurfa að merkja fisk með aðvörun á borð við „gæti innihaldið plast“ í framtíðinni. 

Ég vona að á næstu árum muni íslensk nýsköpun halda áfram að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið og virði fyrir útgerðina, með því að draga úr umhverfisspori, lækka orkunotkun við togveiðar, auka nýtingu úr hliðarafurðum og svona mætti lengi telja. Við munum ekki leysa stærstu viðfangsefni nútímans, umhverfismálin nema með fjárfestingu í nýsköpun og tækni. Þar búum við vel að

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta