Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

28. október 2022 MatvælaráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Matvælaþing, vettvangur samræðu og sköpunar - grein birt á mbl.is 27. júlí 2022

Hinn 22. nóv­em­ber nk. verður haldið mat­vælaþing í Silf­ur­bergi í Hörpu þar sem ég mun kynna drög að nýrri mat­væla­stefnu mat­vælaráðuneyt­is­ins. Stefn­an hef­ur verið í vinnslu síðan í fe­brú­ar þegar mat­vælaráðuneytið tók til starfa og er unn­in sam­kvæmt þeim áhersl­um sem ég hef lagt upp með sem mat­vælaráðherra. Í stefn­unni er fjallað hvernig unnið skuli að stefnu­mót­un til framtíðar fyr­ir mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi. Mat­vælaþing­inu er ætlað að vera vett­vang­ur sam­ræðu og rýni hagaðila um stefn­una, þar sem verðmæta­sköp­un er í sátt við sam­fé­lag og um­hverfi.

Fjöl­breytt­ar umræður og hug­mynd­ir

Ný heims­mynd krefst nýrr­ar nálg­un­ar, það sem okk­ur þótti áður sjálf­gefið er það ekki leng­ur. Hug­tök á borð við fæðuör­yggi og mat­væla­ör­yggi eru orðin hluti af umræðu dags­ins. Mögu­leik­ar Íslands í þess­ari nýju stöðu eru mikl­ir. Landið er ríkt af auðlind­um og þar af er ein sú stærsta mannauður. Um allt land eru skap­andi fyr­ir­tæki og frum­kvöðlar að þróa nýj­ar aðferðir og nýj­ar vör­ur á sama tíma og við búum að aldagam­alli hefð nýt­ing­ar lands og sjáv­ar sem bygg­ist á traust­um grunni.

Á þing­inu verða fjöl­breytt­ar pall­borðsum­ræður þar sem helstu áskor­an­ir og tæki­færi í mat­vælaiðnaðinum verða rýnd og rædd. Hluti þess fjöl­breytta hóps sem mun taka þátt í umræðunum eru meðal ann­ars Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Þórólf­ur Guðna­son fyrr­ver­andi sótt­varna­lækn­ir.

Mat­vælaþingið fær einnig til sín góða er­lenda gesti sem munu flytja er­indi, þau Olgu Trofimt­sevu fyrr­ver­andi land­búnaðaráðherra Úkraínu og Pete Ritchie fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna Nourish Scot­land.

Góðir er­lend­ir gest­ir

Olga Trofimt­seva er fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra Úkraínu og doktor í land­búnaðar­vís­ind­um. Hún hef­ur yf­ir­grips­mikla reynslu af stjórn­un land­búnaðar­mála í heimalandi sínu og á alþjóðleg­um vett­vangi. Stríðið í Úkraínu hef­ur gjör­breytt heims­mynd­inni, og hafa íbú­ar lands­ins og stjórn­kerfi þurft að tak­ast á við nýj­an veru­leika hvað varðar fæðuör­yggi og aðfanga­keðjur. Mark­mið sam­tak­anna Nourish Scot­land sem Pete Ritchie stýr­ir er að tryggja aðgang allra að nær­ing­ar­rík­um mat á viðráðan­legu verði. Sam­tök­in leggja áherslu á að Skot­ar rækti meira af því sem þeir borða, og borði meira af því sem þeir rækta.

Að mat­vælaþingi loknu mun mat­vælaráðuneytið vinna úr þeirri umræðu sem á sér stað á þing­inu áður en mat­væla­stefn­an verður sett í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Í kjöl­farið verður unn­in þings­álykt­un­ar­til­laga um mat­væla­stefnu sem ég mun leggja fyr­ir Alþingi, en henni er ætlað að verða leiðar­stef í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi.

Ég hvet öll þau sem láta fram­leiðslu og dreif­ingu mat­væla sig varða til að mæta í Hörpu 22. nóv­em­ber og taka þátt í mat­vælaþingi.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta