Ávarp – Landbúnaðarsýningin 2022 14. október 2022
Það er gleðilegt að sjá landbúnaðinn mættann með fylktu liði hingað í Laugardalshöll. Sem matvælaráðherra hef ég haft mörg tækifæri til þess að heimsækja fyrirtæki og bændur víða um land og ræða við þau um lífsins gagn og nauðsynjar. Nú hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins sama tækifæri – að kynnast landbúnaðinum og sjá hvaða viðfangsefni verið er að eiga við.
Tengsl íbúa höfuðborgarsvæðisins við undirstöðugreinar á borð við landbúnað eru afar mikilvægar. Ég – eins og flestir aðrir Íslendingar á rætur á landsbyggðinni þó að í dag sé ég þingmaður Reykvíkinga. Ég eins og margir aðrir Íslendingar á mínum aldri var í sveit á sumrum og kynntist þar lífi sem í dag lifir aðeins í minningunni, sveitasíminn, handmjólkaðar kýr og það allt saman. Í dag hafa þessi tengsl rofnað að nokkru leyti hjá landsmönnum þar sem æ stærri hluti Íslendinga hefur minni og minni tengsl við sveitir landsins. En mikilvægi þessara tengsla vaxa að sama skapi. Það er mikilvægt að vita hvaðan maturinn í búðunum kemur og það er mikilvægt að átta sig á því að sveitirnar og borgin þrífast hvor á öðru. Þegar ég var í sveit á árunum 19xx-19xy unnu um tíundi hluti landsmanna við landbúnað og hafði farið fækkandi áratugum saman. Í dag er þetta gjörbreytt, færri bændur framleiða meiri matvæli en nokkru sinni. Tækniframfarir og aukin þekking hefur gert þetta kleift, samhliða þessu hefur umhverfisspor flestra landbúnaðarafurða dregist mjög saman.
Eins og sjá má á þessari sýningu er hefur í engu dregið úr hraða framfara. Við sjáum byltingarkennda tækni ryðja sér til rúms í kynbótum búfjár á Íslandi, aukin nákvæmnislandbúnaður og kannski er þess ekki langt að bíða að mannlausar dráttarvélar sinni störfum á velli hér á landi. Þessi þróun er ekki eingöngu jákvæð þróun sem dregur úr puði og fækkar lúnum hnjám heldur hefur hún áskoranir í för með sér. Fækkun fólks í sveitum sem leiðir af framleiðniaukningu og stækkun búa þýða áskoranir – nokkuð sem við þekkjum vel úr sjávarútvegi, þar sem gríðarleg framleiðniaukning leiddi til samþjöppunar.
Ég hef þá trú að lausnin á þeirri áskorun sem tækniframfarir í landbúnaði eru séu ekki að streitast á móti hjólum tímans og reyna að viðhalda ástandi sem var heldur að vinna með hjólum tímans. Við þurfum að breikka grunn matvælaframleiðslu á Íslandi til þess að treysta stoðir landbúnaðarins. Nýlega heimsótti ég Suðurland og fékk tækifæri til að skoða slegin tún og bleika akra við Gunnarsholt. Ég hef þá staðföstu trú að aukin kornrækt sé ekki bara þjóðhagslega hagkvæm heldur einnig geti leitt af sér fleiri störf á landsbyggðinni og aukna verðmætasköpun. Forsendur fyrir öflugum landbúnaði eru jarðnæði, vatn, orka og síðast en ekki síst öflug stétt bænda. Þessar forsendur eru til staðar á Íslandi en fara jafnframt þverrandi víða annarsstaðar. Sama á við um aukna grænmetisframleiðslu og útiræktun, tækifæri fyrir bændur sem vilja stunda lífrænan búskap og svona mætti lengi telja.
Síðustu misseri hafa fært málefni fæðuöryggis ofarlega á blað stjórnvalda. Þar vitum við hvar sóknarfærin eru mest, en það er að auka við innlenda kornrækt. Til þess að það megi lukkast þarf að ryðja hindrunum úr vegi og sjá til þess að stuðningskerfi í landbúnaði sé samkeppnishæft við önnur lönd hvað kornrækt varðar.
Ég finn í samtölum mínum við bændur að það ríkir bjartsýni á framtíð landbúnaðar á Íslandi, enda hefur landbúnaðurinn frábæra sögu að segja sem heild. Sýningar sem þessar eru frábært tækifæri fyrir landbúnaðinn til þess að segja