Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

23. ágúst 2024 MatvælaráðuneytiðBjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Ræða vegna útgáfu bókarinnar „Sjávarútvegur og eldi“ eftir Ástu Dís Óladóttur í Sjávarklasanum 22. ágúst 2024

Það er mér sönn ánægja að vera hér í dag til að fagna útgáfu þessarar merku bókar, „Sjávarútvegur og eldi,“ eftir Ástu Dís Óladóttur og Ágúst Einarsson. Bókin dregur upp heildstæða mynd af tveimur mikilvægum atvinnugreinum á Íslandi, sjávarútvegi og lagareldi.
Sjávarútvegur hefur mótað líf okkar og menningu í margar aldir á meðan lagareldi hefur rutt sér til rúms á nýjan leik síðasta ártug.Þessi bók er einstök á margan hátt. Hún er ekki einungis mikilvæg fræðileg heimild fyrir nemendur og fagfólk, heldur ómetanlegt innlegg í umræðuna um framtíð þessara greina.

Höfundarnir hafa lagt mikla vinnu í að draga fram sögu, þróun, og framtíðarsýn fyrir sjávarútveg og lagareldi hér ál andi, og þannig leggja þeir sitt af mörkum til að tryggja að við getum áfram byggt á þessum grundvallar atvinnugreinum okkar samfélags.
Breytingar eru óhjákvæmilegar og mikilvægt er að við lítum til framtíðar. Í atvinnusögu okkar Íslendinga er margt sem að við getum lært af og nýtt okkur. Bókin hvetur okkur til að nýta tækifærin sem eru framundan, ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig í lagareldi.

Eins dregið er fram í bókinni er nýsköpun lykilatriði fyrir framtíðarvöxt þessara greina, enda hafa nýjar aðferðir og tækni leitt til mikilla framfaraskrefa í íslenskum sjávarútvegi undanfarna tvo áratugi. Áframhaldandi nýsköpun verður nauðsynleg til að mæta áskorunum framtíðarinnar. En bókin dregur einmitt fram mikilvægi sjálfbærni og hvernig atvinnugreinar geti þróast með það að markmiði að vernda umhverfið á sama tíma og þær skili samfélaginu efnahagslegum ábata.

Að lokum, kæru gestir, skulum við taka þessari bók sem hvatningu til að halda áfram að efla sjálfbæran sjávarútveg hér á Íslandi, með gæði náttúrunnar að leiðarljósi. Höfundum bókarinnar óska ég innilega til hamingju með áfangann.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta