Málefni matvælaráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (31.1.2022).
Matvælaráðuneytið fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Sjávarútveg og veiði í ám og vötnum, þar á meðal:
- Stjórn fiskveiða, þ.m.t. vernd og nýtingu fiskstofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
- Veiðigjöld.
- Rannsóknir og eftirlit með vernd og nýtingu fiskstofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
- Hafrannsóknastofnun.
- Framkvæmd fiskveiðisamninga við erlend ríki.
- Fiskvinnslu og aðra vinnslu úr sjávarfangi.
- Skiptaverðmæti sjávarafla.
- Uppboðsmarkað sjávarafla.
- Lax- og silungsveiði.
- Rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og ráðgjöf um nýtingu þeirra.
- Fiskræktarsjóð.
- Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði.
- Nýsköpun og þróun í sjávarútvegi.
- Fiskistofu.
- Úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla.
- Verðlagsstofu skiptaverðs.
- Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.
- Eldi og ræktun nytjastofna í sjó eða ferskvatni, þar á meðal:
- Fiskeldi.
- Gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó.
- Fiskeldissjóð.
- Umhverfissjóð sjókvíaeldis.
- Landbúnað, þar á meðal:
- Framleiðslu landbúnaðarafurða.
- Búfjárhald.
- Verðlagningu og sölu á búvörum.
- Velferð dýra.
- Varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
- Framkvæmd búnaðarlaga.
- Stuðning ríkisins við framleiðslu og markaðsmál, þ.m.t. framkvæmd búvörulaga.
- Almenn jarðamál, ábúðarmál, afrétti, fjallskil og girðingar, þ.m.t. málefni úttektarmanna og yfirmatsnefndar samkvæmt ábúðarlögum.
- Nýtingu hlunninda jarða.
- Eftirlit með sáðvöru og áburði.
- Hagþjónustu landbúnaðarins.
- Úrskurðarnefndir á sviði landbúnaðar.
- Bjargráðasjóð.
- Matvæli og matvælaöryggi, þar á meðal:
- Inn- og útflutning landbúnaðarafurða.
- Inn- og útflutning dýra og plantna og erfðaefna þeirra.
- Dýralæknaþjónustu, þ.m.t. starfsleyfi dýralækna.
- Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.
- Heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum.
- Heilbrigði plantna og varnir gegn plöntusjúkdómum.
- Matvælarannsóknir.
- Matvælasjóð.
- Matvælastofnun.
- Skóga, skógrækt og landgræðslu, þar á meðal:
- Skógræktina.
- Landgræðsluna.
- Eftirlit með timbri og timburvöru.
Um ráðuneytið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.