Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla matvælaráðherra 2023

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnardóttir matvælaráðherra.

Á þessum þingvetri hefur matvælaráðuneytið unnið ötullega að sjálfbærni og umhverfisvernd, hvort sem litið er til landbúnaðar eða annarrar matvælaframleiðslu. Ráðuneytið hefur lagt fram metnaðarfulla landsáætlun um útrýmingu riðuveiki, sem miðar að því að bæta heilbrigði búfjár með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefnum. Þetta markar tímamót í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og er mikilvægur þáttur í að tryggja dýravelferð og fæðuöryggi.

Til að styrkja innlenda framleiðslu hefur ráðuneytið lagt áherslu á kornrækt, sem eykur fæðuöryggi og dregur úr þörf fyrir innflutning, og úthlutað í fyrsta sinn styrkjum til kornræktar. Sjálfbær nýting auðlinda hefur verið í forgrunni, bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. Fjárfesting í menntun, þjálfun og auknu eftirliti í lagareldi hefur einnig verið aukið. Loftslagsmálin hafa einnig verið í forgrunni með kynningu á nýrri aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta umhverfisáhrif matvælaframleiðslu.

Það fellur í skaut matvælaráðuneytisins að tryggja fæðuöryggi með því að hafa eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla, tryggja gæði og öryggi þeirra. Með markvissum aðgerðum hefur ráðuneytið stuðlað að sjálfbærni í landbúnaði og sjávarútvegi, sem er lykilatriði til að vernda náttúruauðlindir til lands og sjávar. Ráðherra leggur mikla áherslu á dýravelferð og aðstöðu dýra, heilsu og velferð þeirra, enda hefur það bein áhrif á heilsu manna og gæði matvæla. Lykilatriði er að draga úr matarsóun og stuðla að betri nýtingu auðlinda. Með öllum þessum aðgerðum auk fjölda annarra stuðlum við að heilsusamari og umhverfisvænni framtíð fyrir Ísland.

Matvælaráðuneytið hefur verið leiðandi í sjálfbærni, umhverfisvernd og fæðuöryggi. Með því að leggja fram metnaðarfullar áætlanir og reglugerðir hefur ráðuneytið einbeitt sér að bættu heilbrigði búfjár, sjálfbærri nýtingu auðlinda og aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu. Verkefni eins og útrýming riðuveiki, efling kornræktar og ný stefnumótun í lagareldi og sjávarútvegi sýna ásetning ráðuneytisins að tryggja framtíðarvelferð þjóðarinnar í sátt við umhverfi og náttúru.

Árangur matvælaráðuneytisins er fyrst og fremst mældur í framgangi þeirra markmiða sem stuðla að heilsusamlegri og umhverfisvænni framtíð fyrir Ísland. Markvissar aðgerðir sýna hvernig ráðuneytið hefur á þessum þingvetri unnið að því að mæta þörfum samtímans og tryggja að Ísland verði fremst meðal þjóða með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi

 

Markmið og árangur

Skýrslan sýnir markmið og aðgerðir eftir málaflokkum. 

Hægt er að velja málaflokk auk undirliggjandi markmiða og skoða stöðu aðgerða.

Skoða mælaborð

Starfsemi á árinu 2023

Í janúar 2023 fól matvælaráðherra Fiskistofu að gera kerfisbundið mat á brottkasti á Íslandsmiðum. Markmiðið var að þróa aðferðafræði til að meta umfang brottkasts á íslenskum fiskimiðum, safna upplýsingum og meta áhrif brottkasts á stofnstærðir.
Í sama mánuði var ýtt úr vör verkefni um endurmat á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi. Verkefnið er unnið í samvinnu við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og var Landgræðslunni falin framkvæmd þess...

Nánar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum