Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Verkefni á forræði matvælaráðherra tilheyra fimm málefnasviðum. Matvælaráðherra fer ein með forræði tveggja málefnasviða, þ.e. 12 Landbúnaður og 13 Sjávarútvegur og fiskeldi, en að hluta til með forræði málefnasviðs 7 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar, 17 Umhverfismál og 21 Háskólastig.
Rekstrarútgjöld verkefna á forræði matvælaráðherra námu 29,667 m.kr. en fjárheimild ársins 2023 voru 32,460 m.kr., að viðbættri óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári upp á 3,827 m.kr. Heildarfrávik ársins á málefnasviðum matvælaráðherra í árslok 2023 námu 6,620 m.kr. eða 18,2%. Nánar verður fjallað um frávikin í umfjöllun um viðkomandi málefnasvið.

Málefnasvið 7, Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Á málefnasviði 7 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar hefur matvælaráðherra forræði yfir Matvælasjóði sem stofnaður var árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja nýsköpun á sviði matvæla. Á málefnasviðinu var einnig AVS – Rannsóknasjóður í sjávarútvegi en hann hefur verið lagður niður. Fjárlagaliður sjóðsins er þó enn í notkun þar sem verið er að klára greiðslur á eftirstöðvum styrkja.

Til ráðstöfunar voru alls 620 m.kr. á árinu 2023, að viðbættri óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári upp á 197 m.kr. Rekstrargjöld námu 407 m.kr. á árinu og er uppsafnað frávik því 410 m.kr., eða 50,2%.

Frávikið fellur að mestu leyti til á málaflokki 7.1 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum og skýrist af afgangi vegna útgreiðslu styrkja úr Matvælasjóði. Þá voru 41 m.kr. tekjur sem komu inn vegna leigu á frístundakvóta á lið AVS.

Málefnasvið 12, Landbúnaður

Starfsemi á málefnasviði 12 Landbúnaður er á forræði matvælaráðherra og skiptist í þrjá málaflokka, 12.1 Stjórnun landbúnaðarmála, 12.2 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum og 12.6 Stjórnsýsla matvælaráðuneytisins. Undir málefnasviðið fellur starfsemi Matvælastofnunar, búvöru- og búnaðarlagasamningar, greiðslur vegna varna gegn dýrasjúkdómum, Bjargráðasjóður og ýmsir samningar og verkefni í landbúnaði. Til ráðstöfunar á málefnasviði 12 Landbúnaður voru alls 23,205 m.kr. ásamt 487 m.kr. óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 21,911 m.kr. á árinu og uppsafnað frávik því 1,780 m.kr., eða 17,5%.
Frávikið skýrist að stærstum hluta af afgangi á liðum búvörusamnings. Ákveðnar greiðslur samningsins vegna 2023 falla til árið 2024 og því skapaðist afgangur upp á 2.257 m.kr. sem fluttur var yfir áramót og kom til greiðslu á fyrri hluta árs 2024.
Þá var halli á rekstrartilfærslulið Matvælastofnunar upp á 28 m.kr. sem felldur var niður skv. reglugerð nr. 566/2021 um flutning fjárheimilda A-hluta milli ára.

Málefnasvið 13, Sjávarútvegur

Starfsemi á málefnasviði 13 Sjávarútvegur og fiskeldi er á forræði matvælaráðherra og skiptist í tvo málaflokka, 13.1 Stjórnun fiskveiða og fiskeldis og 13.2 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi. Á málefnasviðinu eru þrjár stofnanir, Fiskistofa, Verðlagsstofa skiptaverðs og Hafrannsóknastofnun en einnig fellur undir málefnasviðið starfsemi Fiskræktarsjóðs, Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, Verkefnasjóður sjávarútvegsins og Fiskeldissjóðs, auk ýmissa samninga og verkefna, s.s. vegna rannsókna og alþjóðlegs samstarfs.
Til ráðstöfunar á málefnasviði 13 Sjávarútvegur og fiskeldi voru alls 5.328 m.kr., að viðbættri 3.137 m.kr. óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári. Rekstrarútgjöld námu 4.128 m.kr. og uppsafnað frávik var því 4.337 m.kr., eða 51,2%.

Frávikið skýrist að stærstum hluta af uppsöfnuðum afgangi hjá Verkefnasjóði sjávarútvegsins að upphæð 3.701 m.kr. og Fiskræktarsjóði að upphæð 391 m.kr.

Þá var halli upp á 92 m.kr. felldur niður á rekstrartilfærsluliðum fjárlagaliðs 04-845 Stjórnun sjávarútvegs og fiskeldis felldur niður skv. reglugerð nr. 566/2021 um flutning fjárheimilda A-hluta milli ára. Hallinn skýrist af því að ekki er alltaf hægt að segja til um hverjar upphæðir aðildagjalda í alþjóðlegu samstarfi eru á milli ára og því getur þessi liður verið í halla sum ár.

Málefnasvið 17, Umhverfismál

Matvælaráðherra fer með forræði verkefna á einum málaflokki á málefnasviði 17: Umhverfismál, málaflokki 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla. Undir málaflokkinn heyrir ein stofnun, Land og skógur. Þá fellur undir málaflokkinn samningur við Skógræktarfélag Íslands.
Fjárheimild ársins 2023 var alls 3.069 m.kr. á málaflokki 17.10 á árinu 2023 ásamt því að halli upp á 10 m.kr. fluttist yfir frá fyrra ári. Rekstrargjöld málaflokksins voru alls 2.948 m.kr. á árinu og er því uppsafnað frávik 111 m.kr. eða 3,6%. Frávikið skýrist af afgangi hjá Landgræðslunni.

Málefnasvið 21, Háskólastig

Á málefnasviði 12 Háskólastig fer matvælaráðherra með forræði á háskólum í þágu landbúnaðar. Til ráðstöfunar voru alls 237 m.kr., að viðbættri 17 m.kr. óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu alls 272 m.kr. og uppsafnað frávik því halli upp á 19 m.kr., eða -7,3%.

Frávikið skýrist af því að síðasta greiðsla ársins 2022 vegna samningsins var ekki gjaldfærð á árinu 2022 heldur féll hún til á árinu 2023. Við yfirfærslu árslokastöðu 2022 var afgangsheimild sem kom til vegna þessarar greiðslu sem ekki raungerðist 2022, felld niður og því myndaðist halli á árinu 2023 þegar gjaldfærslan átti sér stað.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum