Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Verkefni á forræði matvælaráðherra tilheyra fimm málefnasviðum. Matvælaráðherra fer ein með forræði tveggja málefnasviða, þ.e. 12 Landbúnaður og 13 Sjávarútvegur og fiskeldi, en að hluta til með forræði málefnasviðs 7 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar17 Umhverfismál og 21 Háskólastig.

Rekstrarútgjöld verkefna á forræði matvælaráðherra námu 28.951,7 m.kr. en til ráðstöfunar á árinu voru 30.629,3 m.kr., að viðbættri óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári upp á 2.075 m.kr. Heildarfrávik ársins á málefnasviðum matvælaráðherra námu 3.752,5 eða 11,5%. Nánar verður fjallað um frávikin í umfjöllun um viðkomandi málefnasvið.

Málefnasvið 7, Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Á málefnasviði 7 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar hefur matvælaráðherra forræði yfir Matvælasjóði sem stofnaður var árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja nýsköpun á sviði matvæla. Á málefnasviðinu voru einnig AVS – Rannsóknasjóður í sjávar- útvegi og Framleiðnisjóður landbúnaðarins en þeir hafa verið lagðir niður og tók Matvælasjóður yfir skuldbindingar þeirra.
Til ráðstöfunar voru alls 622,1 m.kr. á árinu 2022, að viðbættri óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári upp á 147,4 m.kr. Rekstrargjöld námu 552,6 m.kr. á árinu og er uppsafnað frávik því 217 m.kr., eða 28,2%.
Frávikið fellur að mestu leyti til á málaflokki 7.1 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum og skýrist af 92,6 m.kr. afgangi af útgreiðslu styrkja úr Matvælasjóði þar sem gjaldfærslan færist yfir á 2023. Auk þess var afagangur úr AVS – Rannsóknasjóð í sjávarútvegi 100,2 m.kr.

Málefnasvið 12, Landbúnaður

Starfsemi á málefnasviði 12 Landbúnaður er á forræði matvælaráð-herra og skiptist í þrjá málaflokka, 12.1 Stjórnun landbúnaðarmála, 12.2 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum og 12.6 Stjórnsýsla matvælaráðuneytisins. Undir málefnasviðið fellur starfsemi Matvælastofnunar, búvöru- og búnaðarlagasamningar, greiðslur vegna varna gegn dýrasjúkdómum, Bjargráðasjóður og ýmsir samningar og verkefni í landbúnaði.
Til ráðstöfunar á málefnasviði 12 Landbúnaður voru alls 21.882,4 m.kr. ásamt 127,1 m.kr. óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári.
Rekstrargjöld námu 21.640,9 m.kr. á árinu og uppsafnað frávik því 368,5 m.kr., eða 1,7%.

Málefnasvið 13, Sjávarútvegur

Starfsemi á málefnasviði 13 Sjávarútvegur og fiskeldi er á forræði matvælaráðherra og skiptist í tvo málaflokka, 13.1 Stjórnun fiskveiða og fiskeldis og 13.2 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi. Á málefnasviðinu eru þrjár stofnanir, Fiskistofa, Verðlagsstofa skiptaverðs og Hafrannsóknastofnun en einnig fellur undir málefnasviðið starfsemi Fiskræktarsjóðs, Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, Verkefnasjóður sjávarútvegsins og Fiskeldissjóðs, auk ýmissa samninga og verkefna, s.s. vegna rannsókna og alþjóðlegs samstarfs.
Til ráðstöfunar á málefnasviði 13 Sjávarútvegur og fiskeldi voru alls 5.064,3 m.kr. að viðbættri 1,895 m.kr. óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári. Rekstrarútgjöld námu 3.824,2 m.kr. og uppsafnað frávik var því 3.135,1 m.kr., eða 45%.
Frávikið skýrist að stórum hluta af uppsafnaðri stöðu hjá Verkefnasjóði sjávarútvegsins að upphæð 2.453,3 m.kr. og Fiskræktarsjóði að upphæð 399 m.kr. Einnig var óráðstöfuð fjárheimild á liðnum Bygging hafrannsóknaskips sem fluttist yfir frá árinu 2020.

Málefnasvið 17, Umhverfismál

Matvælaráðherra fer með forræði verkefna á einum málaflokki á málefnasviði 17: Umhverfismál, málaflokki 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla. Undir málaflokkinn heyra tvær stofnanir, Landgræðslan og Skógræktin. Þá fellur undir málaflokkinn samningur við Skógræktarfélag Íslands.
Til ráðstöfunar á málefnasviði 17 Umhverfismál voru alls 2.832,1 m.kr. á málaflokki 17.10 á árinu 2022 en halli upp á -102,5 m.kr. fluttist yfir frá fyrra ári. Rekstrargjöld málaflokksins voru alls 2.725,5 m.kr. á árinu og er því uppsafnað frávik 4,1 m.kr. eða 0,2%

Málefnasvið 21, Háskólastig
Á málefnasviði 12 Háskólastig fer matvælaráðherra með forræði á háskólum í þágu landbúnaðar. Til ráðstöfunar voru alls 224,1 m.kr., að viðbættri 7,9 m.kr. óráðstafaðri fjárheimild frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu alls 204,2 m.kr. og uppsafnað frávik því 27,8 m.kr., eða 12% Frávikið skýrist af því að síðasta greiðsla ársins 2022 vegna samningsins var ekki gjaldfærð á árinu 2022 heldur fellur hún til á árinu 2023.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta