Hoppa yfir valmynd

Skipulag

Matvælaráðuneytið samanstendur af fimm skrifstofum. Skrifstofur fjármála og sjálfbærni og dýravelferðar styðja við málefnavinnu annarra skrifstofa þar sem viðfangsefni þeirra ganga í mörgum tilvikum þvert á viðfangsefni þeirra.

Markmiðið þessa stjórnskipulags er að treysta stefnumótun og samræma aðgerðir og vinnubrögð við framkvæmd stefnu ráðuneytisins og ráðherra. Jafnframt felur stjórnskipulagið í sér eflingu á innri starfsemi ráðuneytisins með áherslu á markvissa stjórnun.

Skipurit matvælaráðuneytisins

Skrifstofa landbúnaðar

Hlutverk skrifstofunnar er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðslu og viðskipti með landbúnaðarafurðir. Á skrifstofunni er unnið að greiningum og  stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. Verkefni skrifstofunnar varða meðal annars  framleiðslu landbúnaðarafurða, framkvæmd búvörusamninga, málefni jarða og landbúnaðarlands, landgræðslu, skógrækt, tollamál, verðlagningu og sölu á búvörum og viðskipti með landbúnaðarafurðir.

Skrifstofan annast m.a. samstarf  á vettvangi EES, EFTA og Norrænu ráðherranefndarinnar.

Helstu verkefni/hlutverk:

  • Búvörusamningar og búnaðarmál
  • EES málefni
  • Framleiðsla, verðlagning og sala landbúnaðarafurða
  • Hagrænar greiningar og stefnumótun
  • Jarða- og ábúðarmál
  • Landgræðsla
  • Málefni norrænu ráðherranefndarinnar
  • Skógrækt
  • Tollamál og viðskipti með landbúnaðarvörur
  • Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði:
    • Bjargráðasjóður
    • Land og skógur

Starfsfólk skrifstofu landbúnaðar

Skrifstofa matvæla

Hlutverk skrifstofunnar er að skapa skilvirka umgjörð um málefni matvælaöryggis, fiskeldis og dýraheilbrigðis, auk þess að hafa eftirlit með inn- og útflutningi afurða o.fl. Á skrifstofunni er unnið að greiningum og  stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. Nýsköpun, þróun og sjálfbærni er í forgrunni. Verkefni skrifstofunnar varða að auki dýra og plöntusjúkdóma.

Skrifstofan annast m.a. samstarf á sviði EES, EFTA og Norrænu ráðherranefndarinnar.

Helstu verkefni/hlutverk:

  • Dýralæknaþjónusta
  • EES málefni
  • Eftirlit með inn- og útflutningi dýra og plantna og erfðaefna þeirra
  • Eftirlit með sáðvöru og áburði
  • Gjaldtaka vegna fiskeldis
  • Hagrænar greiningar og stefnumótun
  • Heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum
  • Heilbrigði plantna, varnir gegn plöntusjúkdómum og yrkisréttur
  • Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs
  • Norræna ráðherranefndin
  • Rannsóknir vegna þarfa fiskeldis
  • Stjórnsýslueftirlit í fiskeldi
  • Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði:
    • Fiskeldissjóður
    • MATÍS
    • Matvælasjóður
    • Matvælastofnun
    • Umhverfissjóður fiskeldis

Starfsfólk skrifstofu matvæla

Skrifstofa sjávarútvegs

Hlutverk skrifstofunnar er að skapa sjávarútvegi skilvirkt og ábyrgt starfsumhverfi. Á skrifstofunni er unnið að greiningum og  stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. Verkefni skrifstofunnar varða auk þess fiskvinnslu, markaðssetningu sjávarafurða, veiðigjöld, rannsóknir og eftirlit með nýtingu og verndun lifandi auðlinda hafsins.

Skrifstofan annast m.a. samstarf á sviði EES, EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar auk þess að hún annast gerð og framkvæmd fiskveiðisamninga við önnur ríki.

Helstu verkefni/hlutverk:

  • Rannsóknir á fiskistofnum og öðrum lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins
  • Stjórn á og eftirlit með nýtingu og vernd fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins
  • Veiðigjöld í sjávarútvegi.
  • Fiskveiðisamningar við erlend ríki og framkvæmd þeirra
  • Fiskvinnsla og önnur vinnsla úr sjávarfangi
  • Tollamál og viðskipti með sjávarafurðir.
  • Sjávarspendýr
  • Hagrænar greiningar og stefnumótun.
  • EES málefni
  • Norræna ráðherranefndin
  • Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði:
    • Hafrannsóknastofnun
    • Fiskistofa
    • Verðlagsstofa skiptaverðs

Starfsfólk skrifstofu sjávarútvegs

Skrifstofa sjálfbærni og dýravelferðar

Hlutverk skrifstofunnar er að vinna að eflingu sjálfbærni og dýravelferð í starfi og stefnumótun málaflokka ráðuneytisins. Skrifstofan er í forsvari fyrir umhverfis- og dýravelferðarmál og kemur að mótun stefnu og aðgerða fyrir málaflokka ráðuneytisins.

Helstu verkefni/hlutverk:

  • Lífríkis- og náttúruvernd
  • Dýravelferð
  • Loftslagsmál
  • Hringrásar- og lífhagkerfi
  • Endurheimt vistkerfa, jarðvegs- og gróðurvernd, sjálfbær landnýting og skógrækt
  • Samþætting umhverfismála við stefnu fyrir málaflokka ráðuneytisins
  • Þátttaka í stefnumótun fyrir alla málaflokka ráðuneytisins

Starfsfólk skrifstofu sjálfbærni og dýravelferðar

Skrifstofa fjármála

Hlutverk skrifstofu fjármála er að styðja við innra starf ráðuneytisins og þróun þess í nánu samstarfi við yfirstjórn. Skrifstofan annast rekstur ráðuneytisins, innkaup, skiptingu á fjárhagsramma ásamt framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga.

  • Framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga
  • Rekstur, fjármál og bókhald aðalskrifstofu ráðuneytisins
  • Samræming á framsetningu stefnumörkunar á málefnasviðum ráðuneytisins.
  • Eftirlit með fjármálum og rekstri stofnana
  • Kostnaðarmat og áætlanagerð
  • Innri þjónusta og stefnumótun ráðuneytisins
  • Aðstoð við ráðherra og ráðuneytistjóra
  • Upplýsingamál, samskipti við fjölmiðla og viðburðahald
  • Mannauðsmál
  • Umsjón með ráðningu og skipun embættismanna
  • Jafnlaunavottun og jafnréttismál
  • Fræðsla og starfsþróun
  • Skjalamál og málaskrá
  • Gæðamál
  • Gagnagrunnar
  • Stafræn þróun
  • Samskipti við forstöðumenn stofnana
  • Framkvæmda og húsnæðismál ráðuneytisins

Starfsfólk skrifstofu fjármála

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta