Umhverfismál
Umhverfisstefna matvælaráðuneytisins
Gildissvið
Umhverfisstefna matvælaráðuneytisins byggir á umhverfisstefnu Stjórnarráðsins, loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og skuldbindingum ráðuneytisins í umhverfismálum. Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar tekur til allrar starfsemi ráðuneytisins þ.m.t. þjónustusamninga vegna mötuneytis og ræstinga, innkaupa, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs. Ráðuneytisstjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd stefnunnar og allt starfsfólk ráðuneytisins skal framfylgja henni og hafa að leiðarljósi í störfum sínum.
Leiðarljós
- Matvælaráðuneytið hefur sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi í starfsemi sinni.
- Ráðuneytið fylgir lögum og reglum um umhverfismál í allri starfsemi sinni.
- Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi ráðuneytisins til að draga úr álagi á umhverfið.
- Ráðuneytið leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvarðanatöku sinni.
Aðgerðir
- Til að ná sem bestum árangri eru umhverfisþættir ráðuneytisins vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.
- Ráðuneytið vinnur samkvæmt umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur Grænna skrefa í ríkisrekstri.
- Innkaup ráðuneytisins eru gerð í samræmi við innkaupastefnu, stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og rammasamninga Ríkiskaupa.
- Starfsfólk matvælaráðuneytisins fær reglulega fræðslu um umhverfismál og umhverfisstarf ráðuneytisins.
- Starfsfólk er hvatt til að nýta sér vistvænar samgöngur, m.a. með gerð samgöngusamninga.
- Starfsfólk er hvatt til að nýta sér fjarfundabúnað til fundarhalda þegar því verður fyrir komið með það markmið að draga úr losun vegna samgangna.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.