Málefni menningar- og viðskiptaráðuneytisins
Málefni menningar- og viðskiptaráðuneytis eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (31.01.2022).
Menningar- og viðskiptaráðuneytið fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Viðskiptalíf, almenna lagaumgjörð, þar á meðal:
- Opinberar eftirlitsreglur.
- Rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
- Frum- og milliinnheimtu peningakrafna.
- Víxla, tékka og skuldabréf.
- Fyrningu kröfuréttinda.
- Samningarétt.
- Ábyrgðarmenn.
- Viðskiptaleyndarmál.
- Félagarétt, þ.m.t. bókhald, endurskoðendur og ársreikninga.
- Fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.
- Skráningu fyrirtækja og félaga og málefni fyrirtækjaskrár, ársreikningaskrár og almannaheillafélagaskrár.
- Skráningu raunverulegra eigenda.
- Félög til almannaheilla.
- Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
- Framkvæmd útboða.
- Samkeppnismál.
- Ríkisaðstoð.
- Samkeppniseftirlitið.
- Áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
- Staðla og Staðlaráð Íslands.
- Faggildingu.
- Löggildingu endurskoðenda.
- Endurskoðendaráð.
- Fjölmiðla, þar á meðal:
- Mynd- og hljóðmiðla.
- Netmiðla.
- Prentmiðla.
- Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum.
- Ríkisútvarpið.
- Fjölmiðlanefnd.
- Höfundarrétt, þar á meðal:
- Fylgiréttargjald samkvæmt höfundalögum.
- Sameiginlega umsýslu höfundarréttar.
- Úrskurðarnefnd höfundarréttarmála.
- Ábyrgðarreglur og efnisréttindi á netinu, þ.m.t. höfundarrétt.
- Ferðamál, verslun og þjónustu, þar á meðal:
- Skipan ferðamála.
- Ferðagjafir.
- Ferðamálastofu.
- Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
- Veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
- Bílaleigur.
- Skapandi greinar í þágu atvinnuþróunar.
- Sölu fasteigna og skipa.
- Eftirlitsnefnd fasteignasala.
- Verslunarskrár, firmu og prókúruumboð.
- Umboðssöluviðskipti.
- Mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
- Neytendamál, þar á meðal:
- Eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
- Ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.
- Vöruöryggi, þ.m.t. vörur unnar úr eðalmálmum.
- Neytendalán.
- Lausafjárkaup, fasteignakaup, neytendakaup og þjónustukaup.
- Úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
- Pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
- Ferðatryggingasjóð.
- Skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum.
- Neytendasamninga.
- Neytendastofu.
- Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.
- Áfrýjunarnefnd neytendamála.
- Safnamál, þar á meðal:
- Bókasöfn, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands.
- Skjalasöfn, þ.m.t. Þjóðskjalasafn Íslands.
- Listasöfn, þ.m.t. Listasafn Íslands.
- Minjasöfn, þ.m.t. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands.
- Safnasjóð.
- Listir og menningu, þar á meðal:
- Bókmenntir.
- Myndlist.
- Listskreytingar opinberra bygginga.
- Sviðslist, þ.m.t. sviðslistaráð og sviðslistasjóð.
- Tónlist, þ.m.t. Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónlistarsjóð.
- Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.
- Kvikmyndir, þ.m.t. Kvikmyndamiðstöð Íslands og Kvikmyndasafn Íslands.
- Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
- Starfslaun listamanna.
- Stuðning við listir og kynningu íslenskrar listar innan lands og utan.
- Miðstöð íslenskra bókmennta og bókmenntasjóð.
- Stuðning við útgáfu bóka á íslensku.
- Listskreytingasjóð.
- Þjóðleikhúsið.
- Íslenska dansflokkinn.
- Félagsheimili.
- Grænlandssjóð.
- Íslensku, þar á meðal:
- Íslenska tungu og íslenskt táknmál.
- Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
- Örnefni og bæjarnöfn.
- Örnefnanefnd.
Um ráðuneytið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.