Lilja D. Alfreðsdóttir
menningar- og viðskiptaráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra frá 28. nóvember 2021.
Fædd í Reykjavík 4. október 1973. Foreldrar: Alfreð Þorsteinsson (fæddur 15. febrúar 1944) fyrrverandi borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Guðný Kristjánsdóttir (fædd 12. ágúst 1949) prentsmiður. Maki: Magnús Óskar Hafsteinsson (fæddur 5. júní 1975) hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu. Foreldrar: Hafsteinn Óskar Númason og Sigrún Steinþóra Magnúsdóttir. Börn: Eysteinn Alfreð (2007), Signý Steinþóra (2009).
Stúdentspróf MR 1993. Skiptinám í stjórnmálasögu Austur-Asíu við Ewha University, Seúl, 1993–1994. BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ 1998. Skiptinám í þjóðhagfræði og heimspeki við Minnesota University 1998. Meistaragráða í alþjóðahagfræði frá Columbia University, New York, 2001.
Aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta og markaðsmála í Seðlabanka Íslands 2001–2010. Varaformaður menntaráðs Reykjavíkurborgar 2006–2010. Ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington 2010–2013. Aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands 2013–2014. Verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu 2014–2015. Aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands 2016. Utanríkisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017.
- Varaformaður Framsóknarflokksins síðan 2016.
- Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016 (Framsóknarflokkur).
- Utanríkisráðherra 2016–2017.
- Efnahags- og viðskiptanefnd 2017, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017.
- Íslandsdeild NATO-þingsins 2017.
Sjá einnig:
Um ráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.