Hoppa yfir valmynd

Ávarp ráðherra

Árið 2023 var fyrsta heila starfsár menningar- og viðskiptaráðuneytisins frá því að það var sett formlega á laggirnar hinn 
1. febrúar 2022. Með tilkomu hins nýja ráðuneytis fundu málefni menningar, viðskipta, ferðaþjónustu og fjölmiðla sér sameiginlega heimilisfesti sem gengið hefur vel að samþætta. Málaflokkarnir eru umfangsmiklir og skemmtilegir og skipta íslenskt samfélag verulegu máli í efnahagslegu tilliti jafnt sem hinu samfélagslega.  

Á árinu 2023 var unnið að fjölda verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem komust til framkvæmda til hagsbóta fyrir Ísland eins og ársskýrslan er vitnisburður um. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum haghöfum menningar- og viðskiptaráðuneytisins fyrir gott og uppbyggilegt samstarf sem og starfsfólki ráðuneytisins fyrir vel unnin störf á árinu 2023. 

Það sem gerist á vettvangi ráðuneytisins skiptir samfélagið verulegu máli. Þegar ég lít yfir farinn veg verð ég stolt af þeim árangri sem náðst hefur á vettvangi hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis og get með sanni sagt að framtíð málaflokka ráðuneytisins er björt.

Lilja D. Alfreðsdóttir 
Menningar- og viðskiptaráðherra

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum