Hoppa yfir valmynd
27. desember 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna

Heim­ur­inn versn­andi fer! Orðin end­ur­óma gamla heims­á­deilu og koma fyrst fyrir í Pass­íu­sálmum Hall­gríms Pét­urs­sonar og eiga að ein­hverju leyti við árið 2022 en hins vegar er alltaf ljós við enda gang­anna.

Árið 2022 verður eft­ir­minni­legt fyrir margar sakir enda ár nokk­urra stórra áskor­ana sem legið hafa eins og rauðir þræðir í gegnum allt árið með snert­ingu við flest horn heims­ins. Stríð í Evr­ópu er stað­reynd eftir inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu, verð­bólga hefur ekki verið hærri í fjóra ára­tugi á heims­vísu, lífs­kjara­kreppa er skollin á og nið­ur­sveifla er óum­flýj­an­leg víða. Vextir hafa hækkað veru­lega, við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína stig­magn­ast og að lokum olli lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna COP27 von­brigð­um. Hins vegar þá hafa við­brögð við þessum áskor­unum fyllt okkur von­ar­glætu. Vest­ur­lönd með Atl­ants­hafs­banda­lagið að vopni hafa sam­ein­ast gegn árás Rúss­lands, seðla­bankar heims­ins átta sig á efna­hags­hætt­unni sem verð­bólgan veldur og hafa sýnt sjálf­stæði sitt og hækkað vexti og alþjóða­við­skipti halda áfram að aukast, hægar þó en fyrr, þrátt fyrir erfið sam­skipti Banda­ríkj­anna og Kína. Fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, Trump, virð­ist hafa misst flugið og rann­sókn­ar­nefnd full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings sem skoð­aði árás­ina á þing­húsið í Was­hington DC 6. jan­úar 2021 er afger­andi í nið­ur­stöðu sinni að meg­in­or­sökin fyrir 6. jan­úar er einn mað­ur, Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti, sem margir fylgdu. Engin árás hefði átt sér stað án hans. Að lok­um, þá hefur heims­byggðin aldrei séð jafn­mik­inn kraft settan í að flýta fyrir grænum orku­skiptum og fyrir örfáum dögum birt­ust jákvæðar fréttir af kjarna­sam­runa.

Lok Kalda stríðs­ins virt­ust vera frið­söm í fyrstu

Síð­ustu þrír ára­tugir eftir að járn­tjaldið féll hafa verið frið­samir og ein­kennst af auk­inni vel­sæld á heims­vísu. Feiki­legar tækni­fram­farir hafa lagt grunn­inn að auk­inni nýsköpun og sam­vinnu. Aukin alþjóða­við­skipti og verð­mæta­sköpun hafa lyft um millj­arði fólks úr fátækt um heim­inn all­an. Mikil sam­vinna þjóð­ríkja hefur verið ein­kenn­andi fyrir þennan tíma. Við­skipti við Asíu hafa stór­auk­ist og segja má að Kína hafa virkað sem alheims­verk­smiðja. Vegna þess að kostn­aður við fram­leiðslu hefur verið mun lægri í Kína en á Vest­ur­lönd­um, þá má skýra út verð­hjöðnun á Vest­ur­löndum í tengslum við þessa þró­un. Evr­ópu­sam­run­inn var á fullu í byrjun 9. ára­tug­ar­ins og vall­ar­sýnin sú að Evr­ópa yrði öll sam­einuð innan skamms. Sam­eig­in­legi gjald­mið­il­inn var kynntur til sög­unn­ar. Sví­þjóð og Finn­land gengu í Evr­ópu­sam­bandið ásamt mörgum Aust­ur-­Evr­ópu­ríkj­um. Fyrrum Var­sjár­ríkin sóttu ýmis um aðild að Atl­antshafs­banda­lag­inu og það ríkti mikil bjart­sýni um að fram undan væri tími mik­ils upp­gangs og sam­vinnu. Sov­ét­ríkin lið­ast í sundur eitt af öðru. Atburða­rásin var mun hrað­ari en flestir sér­fræð­ingar gerðu grein fyr­ir. Á tíma­bili leit jafn­vel út fyrir að Rúss­land hefði áhuga á því að ger­ast aðili að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu!

Vest­ur­lönd ítrekað vöruð við Rúss­landi Pútíns ...

Hinn 24. febr­úar síð­ast­lið­inn breytt­ist veru­leik­inn eins og við höfum þekkt hann um ára­tuga­skeið í Evr­ópu er Rússar hófu grimmi­lega inn­rás inn Úkra­ínu. Rússar höfðu áður tekið Krím­skaga yfir árið 2014 og það hefði átt að vera ljóst þá að þeir ætl­uðu sér meira. Því miður töldu Vest­ur­lönd að efna­hags­refsi­að­gerð­irnar myndu duga til að koma í veg fyrir frek­ari átök. Vest­ur­lönd voru marg­ít­rekað vöruð við að Rúss­land Pútíns ein­kennd­ist af ofbeldi og grimmd. Bók blaða­kon­unnar Önnu Polit­kovskayu um Rúss­land Pútíns og gefin var út árið 2004, fjallar mjög ítar­lega um ein­ræð­is­stjórn­hætti Pútíns. Bókin Önnu fékk verð­skuld­aða athygli og í kjöl­farið var hún myrt 7. októ­ber, 2006 á afmæl­is­degi Pútíns. Hann fékk til­kynn­ing­una um morðið þegar þau Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, fund­uðu í Kreml. Haft hefur verið eftir Merkel að Pútin hafi vilj­andi látið hvísla þessu að sér í þeim til­gangi að ögra henni! Fleira má nefna í þessu sam­hengi eins og bar­átta fjár­fest­is­ins Bill Browder fyrir rétt­læti vegna Sergei Magnit­sky, en sá síð­ar­nefndi var sam­starfs­að­ili Browder og lést í fang­elsi í Rúss­landi. Í fram­hald­inu voru Magnit­sky-lögin sam­þykkt af banda­ríska þing­inu, en þau fela í sér fjár­hags­legar refsi­að­gerðir gagn­vart rúss­neskum við­skipta­jöfr­um. Mörg fleiri dæmi má nefna, þar sem Vest­ur­lönd voru ítrekað vöruð við þeirri þróun sem átti sér stað í Rúss­landi Pútíns.

... og Rússar fara í stríð í Evr­ópu og áfram ræðst fram­vindan af Banda­ríkj­unum

Stríð var hafið af fullum þunga í Evr­ópu. Á svip­stundu blasti nýr veru­leiki fyrir þjóðum álf­unnar í örygg­is- og varn­ar­mál­um. Mála­flokk­ur­inn hafði fengið lítið vægi í opin­berri umræðu, sam­dráttur í fram­lögum marga Evr­ópu­ríkja til varn­ar­mála hafði verið tals­verður og Evr­ópa orðin of háð Rúss­landi um orku. Allir helstu sér­fræð­ingar töldu að Rússar yrðu komnir inn í Kænu­garð á þremur dög­um. Það varð hins vegar ekki raunin og segja má að Rússar hafi mis­reiknað sig hrapal­lega miðað við fyrstu áform þeirra. Kröftug mót­spyrna Úkra­ínu­manna neyddi Rússa á end­anum til að hörfa frá stórum land­svæðum en stríðið geisar nú í suð­ur- og suð­aust­ur­hluta lands­ins. Við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins hafa verið afger­andi með for­dæma­lausum við­skipta­þving­unum á Rúss­land og umfangs­miklum hern­að­ar­stuðn­ingi við Úkra­ínu. Vel­vild og dyggur stuðn­ingur banda­rískra stjórn­valda skipta höfuð máli í gangi stríðs­ins. Evrópa er enn og aftur algjör­lega háð stefnu Banda­ríkj­anna.

... og Þýska­land finnur til ábyrgðar

Kansl­ari Þýska­lands Olaf Scholz skrif­aði grein í byrjun des­em­ber og bar heitið „The Global Zeit­enwende“ og þar boðar hann nýja tíma í utan­rík­is­málum Þýska­lands. Meg­in­skila­boðin í grein­inni er að alþjóða­sam­fé­lagið geti aldrei látið Pútin ráða för og að tími sé kom­inn að Þjóð­verjar gegni lyk­il­hlut­verki í örygg­is- og varn­ar­málum í Evr­ópu. Í því felst að fjár­festa þurfi í her­afla, styrkja sam­eig­in­legar varnir Evr­ópu og efla þrótt Atl­ants­hafs­banda­lags­ins ásamt því að styðja dyggi­lega við Úkra­ínu. Nýtt hlut­verk Þýska­lands kallar á nýja þjóðar­ör­ygg­is­stefnu. Þessi stefnu­breyt­ing þýðir að búið er að leyfa útflutn­ing á vopnum í fyrsta sinn í eft­ir­stríðs­sögu Þýska­lands og það er til Úkra­ínu. Þýska­land hefur heitið því að styðja Úkra­ínu eins lengi og þörf kref­ur. Jafn­framt kemur fram í grein Olaf Scholz að aðgerðir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins megi ekki verða til beinna hern­að­ar­á­taka við Rússland en koma verður í veg fyrir stig­mögnun stríðs­ins. Í því skyni hefur Þýska­land aukið veru­lega við­veru sína á aust­ur­víg­stöðvum og eflt alla við­veru sína í Aust­ur-­Evr­ópu. Þessi skýru skila­boð frá kansl­ara Þýska­land marka nýja tíma í Evr­ópu. Segja má að þessi sögu­legu umskipti í utan­rík­is­stefnu Þýska­lands minni á þegar Willy Brandt, kansl­ari, hóf „Öst­politik“ stefn­una, sem gekk út á að opna Aust­ur-Þýska­land en að tryggja gott sam­band við Banda­rík­in. Afar brýnt er að Ísland fylgist vel með fram­vindu mála í Þýska­landi.

Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Ísland öflug og byggir á traustum stoðum

Ísland hefur tekið þátt af fullum þunga í aðgerðum banda­lags­ríkj­anna og stutt mynd­ar­lega við Úkra­ínu með ýmsum móti, meðal ann­ars með mót­töku flótta­fólks sem hingað hefur leitað í öruggt skjól. Í amstri hvers­dags­ins vill það kannski gleym­ast að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við, byggð á frelsi, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um, er ekki sjálf­sögð. Inn­rás Rússa er grimmi­leg áminn­ing um það. Fram­sýn skref íslenskra stjórn­mála­manna um að taka stöðu með lýð­ræð­is­ríkjum og að gera Ísland að stofn­að­ila að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og und­ir­ritun tví­hliða varn­ar­samn­ings við Banda­ríkin 1951 voru heilla­drjúg skref fyrir íslenska hags­muni sem enn mynda hryggjar­stykkið í utan­rík­is­stefnu okk­ar. Ísland á áfram að taka virkan þátt í varn­ar- og örygg­is­sam­starfi með banda­lags­þjóðum sínum og standa vörð um þau gildi sem við reisum sam­fé­lag okkar á. Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Íslands frá árinu 2016 hefur þjónað okkur vel. Meg­in­á­herslan er sem fyrr á aðild okkar að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, tví­hliða­varn­ar­samn­ingur við Banda­ríkin ásamt aðild okkar að Sam­ein­uðu þjóð­unum og miklu sam­starfi Norð­ur­land­anna. Land­fræði­leg staða Íslands heldur áfram að skipta sköpum í Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu og við eigum að halda áfram að styrkja þjóðar­ör­ygg­is­stefn­una.

Stríðsknúin orku­kreppa kveikir verð­bólgu­bál

Vonir um að alþjóða­hag­kerfið og aðfanga­keðjur þess myndu taka fljótt við sér sam­hliða aflétt­ingu sótt­varna­ráð­staf­ana dvín­uðu hratt við fyrr­nefnda inn­rás Rússa. Í stað þess spruttu upp nýjar áskor­anir fyrir alþjóða­hag­kerfið sem enn sér ekki fyrir end­ann á. Miklar hækk­anir á hrá­vöru og orku hafa leikið fólk og fyr­ir­tæki grátt og hefur hug­takið Lífs­kjara­kreppan verið notað til að lýsa ástand­inu. Skömmtun á raf­orku og kostn­að­ar­söm sturtu­stund á heim­ilum fólks í Evr­ópu hljóm­aði fjar­stæðu­kennt fyrir nokkrum mán­uðum en er nú veru­leik­inn. Stjórn­völd hafa víða stigið inn í ástandið með stuðn­ings­að­gerðum til handa sam­fé­lögum sínum í glímunni við verð­bólg­una. Stýri­vextir hafa hækkað um allan heim til þess að reyna að slá á verð­bólg­una en sum staðar hafa ekki sést við­líka verð­bólgu­tölur í ára­tugi. Allt þetta ástand hefur varpað ljósi á kerf­is­lega veik­leika Evr­ópu sem mik­il­vægt er að horfast í augu við og takast á við; heims­hlut­inn verður meðal ann­ars að vera betur í stakk búinn til þess að sjá sjálfum sér fyrir orku og tryggja þannig efna­hags- og þjóðar­ör­yggi ríkja sinna. Það verður jafn­framt upp­lýsandi á næstu miss­erum að skoða með gagn­rýnum augum á þá pen­inga- og fjár­mála­stefnu sem rekin hefur verið beggja vegna Atl­antsála og leita svara við því hvaða áhrif slaki í þeim efnum um ára­bil hefur mögu­lega haft á verð­bólgu­skot­ið.

Í mínum huga er það tvennt sem stendur upp úr á árinu. Ann­ars vegar er það stríðið í Úkra­ínu og hins vegar orku­kreppan sem fylgdi í kjöl­farið ásamt hárri verð­bólgu. Ísland hefur verið í nokkuð góðri stöðu, þar sem staða okkar í örygg­is- og varn­ar­málum er traust og að auki erum við ekki háð þriðja aðila um lyk­il­orku. Þrátt fyrir að árið 2022 hafi verið krefj­andi á margan hátt og fái okkur til að rifja upp Pass­íu­sálma Hall­gríms Pét­urs­son­ar, þá er ég sann­færð um að von­ar­neist­inn er sam­staða Vest­ur­land­anna, sem muni á end­anum skila okkur betri stöðu í Evr­ópu. Allar þjóðir skipa máli þar og hefur rík­is­stjórn Íslands stutt dyggi­lega við Úkra­ínu og þétt enn frekar rað­irnar innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Fram­ganga utan­rík­is­ráð­herra hefur verið til fyr­ir­myndar og vel studd af rík­is­stjórn­inni. Framundan er tími ljóss og frið­ar. Njótum þess að vera með fólk­inu okkar og huga vel að því.

Gleði­leg jól.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta