Verðbólga og aðrir uppvakningar
Batnandi efnahagshorfur á heimsvísu
Uppfærð hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var birt nýlega og gefur tilefni til vænta þess að hagvöxtur á heimsvísu verði meiri en væntingar stóðu til. Breytingarnar má fyrst og fremst rekja til Kína, vegna þess að lyft hefur verið af öllum aðgerðum til að sporna gegn Covid-19. Hagspáin býst við 3,2% hagvexti á heimsvísu í ár og þykir nokkuð gott miðað við þau áföll sem heimsbúskapurinn hefur þurft að kljást við. Gert er ráð fyrir að dragi úr verðbólgu og að hún fari á heimsvísu úr 8,8% árið 2022 í 6,6% árið 2023 og 4,3% árið 2024.
Hagsagan kennir okkur að of há verðbólga til lengri tíma rústar kaupmætti fólks.
Þessi verðbólguspá er farin að raungerast, bæði vegna þess að farið er að draga úr framleiðsluhnökrum í Kína og svo hefur dregið úr eftirspurn. Hærri stýrivextir seðlabanka hefur dregið úr fasteignaviðskiptum og umsvifum byggingaiðnaðarins. Hærra verðlag á vörum- og þjónustu hefur áhrif á heimilisbókhaldið og minnkað einkaneyslu á heimsvísu. Óvissan er þó mest einkennandi fyrir stöðuna og horfurnar og þá er ég að vísa til stríðsins í Evrópu og þess viðskiptastríðs sem geisar nú á milli Bandaríkjanna og Kína, ásamt þeirri hættu að aðrar þjóðir gætu dregist inn í þá deilu.
Verðbólgan er stóra viðfangsefnið á Íslandi og hagstjórnin tekur mið af því
Þróun verðbólgunnar eru vonbrigði. Margt kemur til eins og hækkanir á vöru- og þjónustuverði. Mestu áhyggjurnar lúta þó að því verðbólguvæntingar hafa verið að hækka. Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila í lok janúar og helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að gert er ráð fyrir að verðbólga minnki þegar líður á árið og verði 5,4% að ári liðnu og 4% eftir tvö ár.
Á undanförnum misserum hafa stjórnvöld kynnt ýmsar aðgerðir til þess að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Má þar nefna hækkun bóta almannatrygginga, hærri húsnæðisbætur, sérstakur barnabótaauki, aukinn slagkraftur í húsnæðismál og fleira.
Niðurstöður rannsókna hagfræðingsins Bobeica benda t.d. til þess að traustari kjölfesta verðbólguvæntinga leiki lykilhlutverk í því að skýra minnkandi tengsl milli launahækkana og verðbólgu í Bandaríkjunum undanfarna þrjá áratugi.
Í mínu ráðuneyti á sér stað mikilvæg vinna er snýr að samkeppnis- og neytendamálum, en heilbrigð samkeppni grundvallaratriði í verðmyndun. Í þeim málum er meðal annars unnið að endurskoðun stofnanaumgjarðar samkeppnis- og neytendamála með það að markmiði að efla slagkraft í þágu neytenda. Fjármunir hafa verið auknir til neytendasamtakanna til að efla þeirra góða starf í þágu neytenda, og á næstu vikum mun ráðuneyti mitt styðja við nýtt verkefni, Matvörugáttina, sem mun stuðla að betri upplýsingamiðlum um verðlagningu til neytenda. Þá skipaði ég vinnuhóp sem hefur það hlutverk að rýna hagnað bankanna til að kanna hvort neytendur hér á landi borgi meira fyrir fjármálaþjónustu en neytendur á hinum Norðurlöndunum. Að auki hefur stjórn ríkisfjármála haft við almenna aðhaldskröfu, frestað útgjaldasvigrúmi, kynnt varanlega lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu og lækkað framlög til stjórnmálaflokka.
Þróun verðbólgu á heimsvísu tekur breytingum ...
Samband verðbólgu og atvinnustigs hefur minnkað síðustu þrjá áratugi, þ.e. verðbólga hefur ekki verið eins næm fyrir slaka eða þenslu á vinnumarkaðnum. Ýmsar hagrannsóknir sýna að skammtímasamband verðbólgu og atvinnuleysis hefur verið að fletjast út, eins og það birtist í svokallaðri Phillips-kúrfu. Tvennt kemur til: Annars vegar aukin alþjóðavæðing, þar sem veröldin er að einhverju leyti orðin að einum markaði. Fyrirtæki sem selja vörur sínar alþjóðlega eru í mikilli samkeppni og eru því ólíklegri til að hækka verð sem byggist eingöngu á innlendum efnahagsaðstæðum. Að auki hefur framleiðslukostnaður lækkað verulega með alþjóðavæddum vinnumarkaði.Það eru blikur á lofti um að sambandið milli verðbólgu og atvinnustigs sé að styrkjast að nýju og að Philips-kúrfa sé að endurfæddast.
Tæknin spilar einnig stórt hlutverk í þessu samhengi. Ein helsta birtingarmynd þessa er fyrirtæki eins og Amazon er selur vörur sínar um heim allan. Hins vegar hefur framkvæmd peningastefnu styrkst verulega á síðustu áratugum. Talið er að forysta Pauls Volckers, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, hafi skipt mestu máli, en þá tókst að festa verðbólguvæntingar almennings. Niðurstöður rannsókna hagfræðingsins Bobeica benda t.d. til þess að traustari kjölfesta verðbólguvæntinga leiki lykilhlutverk í því að skýra minnkandi tengsl milli launahækkana og verðbólgu í Bandaríkjunum undanfarna þrjá áratugi. Alþjóðagreiðslubankinn er sama sinnis, þ.e. áhrif launahækkana á verðbólgu eru minni í löndum þar sem verðstöðugleika hefur verið náð en í löndum þar sem verðbólga er jafnan meiri.
... og mun vaxandi skortur á vinnuafli breyta því?
Það eru hins vegar blikur á lofti um að sambandið milli verðbólgu og atvinnustigs sé að styrkjast að nýju og að Philips-kúrfa sé að endurfæddast. Þrennt kemur til: Í fyrsta lagi virðist vinnumarkaðurinn breyttur í Bandaríkjunum eftir farsóttina. Hagtölur gefa til kynna að margir hafi ekki skilað sér aftur inn á vinnumarkaðinn eða ákveðið að breyta um starfsvettvang. Að sama skapi eru stórir árgangar að detta út af vinnumarkaðnum sökum aldurs. Þá hefur einnig verið bent á að innflytjendastefna undanfarinna ára þar í landi hafi ekki hjálpað í þessum efnum. Fram undan gæti verið verulegur skortur á vinnuafli sem muni leiða til launahækkana og svo kostnaðarhækkana.Þegar þetta þrennt, bæði skammtíma- og langtímavandamál, kemur saman gæti orðið snúnara að ná tökum á verðbólgunni í 2% verðbólgumarkmiðið.
Framleiðni, samkvæmt nýjustu tölum, hefur einnig minnkað verulega í Bandaríkjunum. Í öðru lagi, þá hefur um nokkurra ára skeið verið viðskipta- og tæknistríð á milli Bandaríkjanna og Kína. Það, ásamt viðvarandi framboðshnökrum sem komu fyrst upp þegar farsóttin skall á, leiðir til þess að ákveðin störf hafa verið að færast aftur til Bandaríkjanna og kostnaður fer hækkandi samfara því. Í þriðja lagi hafa verðbólguvæntingar versnað verulega. Þegar þetta þrennt, bæði skammtíma- og langtímavandamál, kemur saman gæti orðið snúnara að ná tökum á verðbólgunni í 2% verðbólgumarkmiðið.
Að lokum
Eitt helsta verkefni stjórnvalda á næstu misserum verður að takast á við verðbólguna. Mikilvægt er að ríkisfjármál og peningamál spili áfram saman. Kerfisumbætur eru einnig á forræði hins opinbera og gætu lagt lóð á vogarskálarnar til að ná tökum á verðbólgunni. Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins. Markmið nýrrar framboðsstefnu beinist að því að sameina hina hefðbundnu áherslu á að draga úr hömlum á atvinnulífinu, en leggja á sama tíma kraft í félagslega þætti vinnumarkaðarins til að efla atvinnu og atvinnuöryggi, en það felst meðal annars í því landið geti boðið öfluga innviði, menntun, starfsþjálfun, heilbrigði og húsnæði. Eins eigum við að horfa til þess að bjóða upp á að hækka starfsaldur en þó valfrjálst.Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins.
Horfur íslenska hagkerfisins eru bjartar. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lítið, útflutningsgreinum vegnar vel og skuldastaða ríkissjóðs er hagfelld. Skapandi greinar og ferðaþjónusta eru í stórsókn og munu auka verðmætasköpun til lengri tíma litið.