Hoppa yfir valmynd
23. september 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Verðbólga og neytendavernd

Langa­tíma­af­leiðing­ar hárr­ar verðbólgu eru slæm­ar fyr­ir sam­fé­lög. Verðbólg­an hitt­ir einkum fyr­ir þá sem minnst eiga. Hóp­ur­inn sem verst fer út úr verðbólgu­hremm­ing­un­um er sá sem ný­verið kom inn á hús­næðismarkaðinn.

Í riti Seðlabank­ans Fjár­mála­stöðug­leiki 2023/2, sem kom út í vik­unni, er staða heim­ila og fyr­ir­tækja rýnd í sam­hengi við aukið aðhald pen­inga­stefn­unn­ar að und­an­förnu. Verðbólga og hækk­andi vext­ir hafa þyngt greiðslu­byrði heim­ila og fyr­ir­tækja þó skuld­setn­ing sé lít­il í sögu­legu sam­hengi og eig­in­fjárstaðan góð. Þannig hef­ur hækk­andi vaxta­stig dregið úr um­svif­um á íbúðamarkaði en veru­lega hef­ur dregið úr nýj­um lán­veit­ing­um til heim­ila á ár­inu. Hrein ný íbúðalán fyrstu sjö mánuði árs­ins námu aðeins rúm­um 58 mö.kr., sam­an­borið við 111 ma.kr. á sama tíma­bili á síðasta ári.

Nokk­ur hluti úti­stand­andi óverðtryggðra íbúðalána sem veitt voru á ár­un­um 2020 og 2021 ber fasta vexti sem brátt losna og verða end­ur­skoðaðir með til­heyr­andi hækk­un á greiðslu­byrði lán­anna. Seðlabank­inn ger­ir ráð fyr­ir því að hald­ist vaxta­stig áfram hátt megi að öðru óbreyttu gera ráð fyr­ir að greiðslu­byrði heim­il­anna þyng­ist veru­lega. Hag­kerfið okk­ar má ekki verða eitt­hvert gæfu­hjól, þ.e. að gæf­an ákv­arðist ein­göngu út frá því hvenær komið er inn á hús­næðismarkaðinn. Öruggt þak yfir höfuðið er eitt stærsta vel­ferðar­mál sam­tím­ans.

Staða stóru viðskipta­bank­anna er sterk, eig­in­fjár­hlut­föll þeirra há og arðsemi af reglu­leg­um rekstri góð. Það er í takt við þróun und­an­far­inna ára, sem var meðal ann­ars rak­in í skýrslu starfs­hóps sem ég skipaði um gjald­töku og arðsemi ís­lensku bank­anna og kynnt var ný­lega. Það er eðli­legt að viðskipta­bank­arn­ir nýti þessa stöðu til þess að koma til móts við þau heim­ili sem glíma við og munu glíma við þyngri greiðslu­byrði en áður.

Ein af til­lög­um starfs­hóps um gjald­töku og arðsemi ís­lensku bank­anna var að efla þyrfti neyt­enda­vernd á fjár­mála­markaði. Ég hef þegar komið vinnu við hana í far­veg en haf­in er grein­ing­ar­vinna á veg­um míns ráðuneyt­is í tengsl­um við ákveðna þætti fast­eignalána til neyt­enda og neyt­endalána til að efla neyt­enda­vernd á sviði fjár­málaþjón­ustu. T.a.m. hvernig staðið er að upp­lýs­inga­gjöf og leiðbein­ing­um til neyt­enda í tengsl­um við lán­veit­ing­ar út frá mis­mun­andi lána­form­um, áhrif­um vaxta, verðbólgu o.s.frv. Skoðað verður eft­ir­lits­hlut­verk Neyt­enda­stofu og Seðlabanka Íslands gagn­vart lán­veit­end­um við fram­kvæmd lán­veit­ing­ar til neyt­enda og eft­ir að lán er veitt, þ.m.t. við skil­mála­breyt­ing­ar og van­skil. Þá verður einnig skoðað hvaða upp­lýs­ing­um og leiðbein­ing­um þarf að koma á fram­færi til neyt­enda um mis­mun­andi lána­form, áhrif vaxta, verðbólgu o.s.frv. og hvernig þeim verði miðlað með sem skil­virk­ust­um hætti.

Verðbólga er marg­slungið fyr­ir­bæri og bar­átt­an við hana krefst sam­taka­mátt­ar sam­fé­lags­ins. Þar skipt­ir stuðning­ur við heim­il­in miklu máli og öfl­ug neyt­enda­vakt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta