Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

10. febrúar 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytiðKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 2009-2013

Afhending Eyrarrósarinnar 2009 á Bessastöðum 10. febrúar

Forseti Íslands, forsetafrú, borgarstjóri, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík,

Fátt er þýðingarmeira fyrir þjóð en menning hennar. Ekkert er meira sameiningartákn. Og á sama tíma og listin og menningin sameinar okkur þá er fjölbreytileiki menningarinnar hraustleikamerki hverrar þjóðar. Upp úr skapandi jarðvegi vex skapandi fólk.

Menning og listir hafa alla tíð verið mikilvægur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Íslendingasögurnar okkar eru í seinni tíð taldar merkilegastar, ekki fyrir víkinga og átök, heldur fyrir þá staðreynd að þær voru skrifaðar og ekki síst fyrir það hvernig þær voru skrifaðar. Það er vissulega huggun fyrir okkur í dag að við eigum enn möguleika á því að afkomendur minnist okkar fyrir að við sköpuðum menningu og sköpuðum hana vel frekar en einstaka víkinga, orrustur og áföll.

Eyrarrósin er góður vitnisburður um þá grósku sem ríkir í menningarstarfi utan höfuðborgarsvæðisins. Aðstandendur Eyrarrósarinnar eiga heiður skilinn fyrir að vekja meiri athygli á því góða starfi sem er unnið um allt land. Verðlaunahafar síðustu ára bera fjölbreytni menningarstarfsins fagurt vitni: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði; LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi; Strandagaldur á Hólmavík og Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður.

Ég óska þeim sem tilnefndir eru að þessu sinni til hamingju, öll eru þið vel að Eyrarrósinni komin.

Ég vil einnig þakka aðstandendum Eyrarrósarinnar fyrir framtakið. Það minnir okkur á hvað landið er stórt og menningin rík.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta