Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

21. apríl 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytiðKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 2009-2013

Ávarp ráðherra við upphaf HönnunarMars 26. mars 2009

Kæru gestir.

Það er afskaplega ánægjulegt að vera með ykkur hér við upphaf HönnunarMarsins sem Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að af miklum krafti. Vil ég sérstaklega óska Þóreyju Vilhjálmsdóttur til hamingju með þessa fjölbreyttu og metnaðarfullu dagskrá sem nú fer í hönd.

Íslensk tónlist hefur nokkuð lengi verið umtalsefni utan Íslands. Þeir sem hafa sótt Ísland heim hafa ekki síst veitt því athygli hversu mikill samgangur er á milli listgreina, hvernig til dæmis tónlist og myndlist hafa runnið og unnið saman. Hönnun er mikilvægur hluti af þeirri blöndu sem skapandi samfélag þarfnast. Hönnun kemur við sögu alls staðar í samfélaginu, hvort sem við tölum um útlit nýjustu plötu Sigur Rósar, föt Steinunnar Sigurðardóttur eða nýjustu tækin frá Össuri.

Hönnun er gríðarlega mikilvægur hluti af nútímanum. Í hönnun sameinast meðal annars menning, iðnaður og viðskipti. Hugmyndafræði hönnunar er eitthvað sem stjórnmálamenn ættu að líta meira til, kannski sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í núna. Öll þau svið og öll þau sjónarhorn sem koma að hönnun, hvort sem það er á hlutum, fyrirtækjum eða fyrirbærum, krefjast þess að fram fari samræða um framtíðina - og leiðina þangað. Slík ferðalög verða ekki einfaldlega ákveðin af 63 þingmönnum og 10 ráðherrum: hlutverk stjórnmálamannanna er að laða fram hugmyndir og kraft fólksins í landinu.

Ég óska okkur öllum til hamingju með HönnunarMarsinn og vona að okkur lánist á næstu mánuðum og árum að búa til og viðhalda frjósömum jarðvegi fyrir skapandi hugsun og skapandi úrvinnslu á Íslandi.

Til hamingju með daginn.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta