Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

08. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytiðKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 2009-2013

Norðurlandamót í listhlaupi á skautum

Ræða Katrínar Jakobsdóttur flutt 31. janúar 2013 í Egilshöll

Keppendur, þjálfarar, skipuleggjendur og aðrir góðir gestir.
Velkomin á Norðurlandamótið í listhlaupi á skautum árið 2013.
Það er ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að geta af þessu tilefni tekið á móti íþróttafólki frá vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Mótið er nú haldið hér á Íslandi í þriðja sinn og fer vegur þess vaxandi.
Löng hefð er fyrir því að Íslendingar fari á skauta sér til skemmtunar og heilsubótar, en sagan segja okkur að Íslendingar til forna léku sér gjarnan á ísilögðum tjörnum, Íslendingasögur greina frá slíku. Þótt enn í dag sé skautað á tjörnum og lækjum landsins yfir vetrartímann þá hafa aðstæður til að fara á skauta tekið stakkaskiptum. Byggðar hafa verið skautahallir sem m.a. hafa leitt til þess að listhlaup á skautum hefur náð að þróast, vaxa og dafna, en nú eru iðkendur sem æfa skauta að staðaldri um 500 hér á Íslandi sem er mjög ánægjulegt. Listhlaup á skautum er þó enn ung íþróttagrein á Íslandi, en sérsamband um skautaíþróttir var fyrst stofnað árið 1995.   
Fáar íþróttagreinar hafa til að bera jafn fágaðar og skemmtilegar hreyfingar og listhlaupið og  ekki er hægt annað en að hrífast með. Þrátt fyrir að skipulögð starfsemi skautaíþrótta á Íslandi eigi sér ekki langa sögu er augljóst að mikill efniviður er fyrir hendi sem þarf að leggja rækt við.  Það er mjög mikilvægt fyrir íþróttafólk sem stefnir að góðum árangri að fá tækifæri til að keppa í alþjóðlegri keppni og eru Norðurlandamótin því mikilvæg. Slíkar keppni eru einnig mikilvægar vegna tengsla og samstarfs á milli þjóða almennt og þar hefur íþróttahreyfingin ávallt verið í fararbroddi.  
Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og góðrar skemmtunar á mótinu og vona að gestir okkar frá Norðurlöndum fái tækifæri til þess að kynnast frekar landinu og fari héðan með góðar minningar.

Dear Nordic guests
I would like to welcome you all to Iceland to the Nordic Figure Skating Championships 2013. We are very pleased to welcome athletes from our neighbours in the Nordic countries, and hope that you will have a pleasant time here. This is the third time the Tournament is held in Iceland and during that period we have seen it develop in the most pleasant way.
In Iceland there is a long tradition for skating although systematic competition is more recent. According to the Sagas, our forefathers skated on the rivers and lakes. Ice Dance, however, has only been an organized sport in Iceland since 1995 and it is a pleasure to see how extensive the developement has been since then, but now there are about 500 practitioners who are training and competing in Ice Dance in Iceland.
International Competitions are important for the development of sports and also from a cultural point of view because sports encourage good relations, communications and understanding between different people and nations. I hope the Nordic Figure Skating Championships this year will also foster lasting personal relation between as many of you as possible.
I wish you all a great time and success during the tournament and at the same time I hope you will be able to see some more of Iceland and that you will leave with good memories of days ahead.

Thank you.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta