Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

24. júlí 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Barnamenningarsjóður Íslands

Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 21. júlí 2018.

Menn­ing geym­ir sjálfs­mynd þjóðar og flétt­ar sam­an fortíð, nútíð og framtíð. Þannig eru list­ir og menn­ing mik­il­væg­ir þætt­ir í burðar­virki sam­fé­lags­ins, afl sem bind­ur okk­ur sam­an. Á síðustu árum hef­ur átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing í verk­efn­um tengd­um barna­menn­ingu, meðal ann­ars með til­komu menn­ing­ar­stefnu sem samþykkt var á Alþingi. Þátt­taka barna og ung­menna í menn­ing­ar­líf­inu er einn af fjór­um meg­inþátt­um henn­ar, en þar kem­ur til að mynda fram að aðgengi að menn­ing­ar- og list­a­lífi er mik­il­væg­ur þátt­ur þess að lifa í frjálsu sam­fé­lagi.

Við höf­um séð já­kvæð áhrif þess að auka aðgengi barna og ung­menna að list­um og menn­ingu, meðal ann­ars í gegn­um verk­efnið List fyr­ir alla. Þar er lögð áhersla á að tryggja aðgang yngri kyn­slóðar­inn­ar að menn­ingu í hæsta gæðaflokki óháð bú­setu og efna­hag. Verk­efnið hef­ur aukið fjöl­breytni í skóla­starfi og styrkt list­fræðslu í skól­um. Við vilj­um gera enn bet­ur í því að styrkja vit­und barna og ung­menna um menn­ing­ar­arf okk­ar og auka læsi þeirra á menn­ingu.

Það er því sér­stak­lega ánægju­legt að í til­efni af 100 ára full­veldisaf­mæli Íslands hef­ur Alþingi samþykkt að stofnaður verði öfl­ug­ur barna­menn­ing­ar­sjóður, Barna­menn­ing­ar­sjóður Íslands, sem njóti fram­laga af fjár­lög­um næstu fimm ár. Heild­ar­fram­lög til sjóðsins verða hálf­ur millj­arður á tíma­bil­inu. Meg­in­mark­mið hins nýja sjóðs er að styrkja börn til virkr­ar þátt­töku í menn­ing­ar­lífi, list­sköp­un, hönn­un og ný­sköp­un. Þannig er lagt til að sér­stök áhersla verði lögð á að styrkja verk­efni sem efla sköp­un­ar­kraft barna og ung­menna sem og hæfni þeirra til þess að verða þátt­tak­end­ur í þeirri þróun sem nú á sér stað í aðdrag­anda hinn­ar svo­nefndu fjórðu iðnbylt­ing­ar. Sjóður­inn mun einnig leggja áherslu á verk­efni sem efla sam­fé­lags­vit­und í takt við Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.

Gott sam­fé­lag er barn­vænt sam­fé­lag. Það var því vel til fundið að all­ir stjórn­mála­flokk­ar á Alþingi hafi sam­mælst um að leggja áherslu á menn­ing­ar­starf barna og ung­menna í til­efni af full­veldisaf­mæl­inu. Börn og ung­menni munu móta ís­lenskt sam­fé­lag í framtíðinni – næstu 100 ár full­veld­is Íslend­inga eru þeirra. Hvetj­um þau áfram og styðjum við menn­ing­ar­starf þeirra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta