Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

24. september 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Tímamótaumfjöllun um menntamál

Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 24. september 2019.

Það kem­ur skýrt fram í grein­um sem birst hafa í Morg­un­blaðinu og á frétta­vefn­um mbl.is síðustu daga hversu mik­ill mannauður býr í ís­lensk­um kenn­ur­um og hversu mik­il­vægu hlut­verki þeir gegna í upp­bygg­ingu mennta­kerf­is­ins til framtíðar. Greina­flokk­ur Guðrún­ar Hálf­dán­ar­dótt­ur blaðamanns um mennta­kerfið hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli enda nálg­ast hún viðfangefnið úr mörg­um átt­um, viðmæl­end­urn­ir eru af­drátt­ar­laus­ir í mál­flutn­ingi sín­um og marg­ir upp­full­ir af góðum vilja, hug­mynd­um og eld­móði.
Til þess að tryggja að Ísland sé í fremstu röð þurf­um við að styrkja mennta­kerfið og að því vinn­um við nú með mót­un nýrr­ar mennta­stefnu til árs­ins 2030. Í því sam­hengi vil ég nefna þrennt sem teng­ist þeirri stöðu sem fjallað er um í greina­flokki Guðrún­ar. Í fyrsta lagi er það mik­il­vægi ís­lensku­kennslu og læsis. Góður grunn­ur í ís­lensku spá­ir fyr­ir um ár­ang­ur nem­enda í öðrum grein­um og tel ég ein­sýnt að efla þurfi ís­lensku­kennslu á öll­um skóla­stig­um. Verið er að kort­leggja stöðu nem­enda með annað móður­mál en ís­lensku á landsvísu en á veg­um ráðuneyt­is­ins vinn­ur starfs­hóp­ur að heild­ar­stefnu­mörk­un fyr­ir þá nem­end­ur.

Í ann­an stað horf­um við til þess að for­gangsraða í aukn­um mæli fjár­mun­um til snemm­tækr­ar íhlut­un­ar í grunn­skól­um og gera breyt­ing­ar á viðmiðum um fjár­veit­ing­ar sem nú eru að mestu háðar grein­ingu á ein­stak­lings­bund­um sérþörf­um í námi. Þetta teng­ist einnig auk­inni áherslu sem þessi rík­is­stjórn hef­ur sett á mál­efni barna og aukið sam­starf milli mál­efna­sviða sem að þeim snúa. Fagnaðarefni er að nú hef­ur farið fram heild­ar­end­ur­skoðun, í víðtæku sam­ráði, á þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur og verða til­lög­ur er henni tengj­ast kynnt­ar á næst­unni.

Í þriðja lagi þarf að miðla því bet­ur til nem­enda, for­eldra og skóla­fólks hvernig haga skuli náms­mati og notk­un hæfniviðmiða í grunn­skól­um. Mikið er í húfi að all­ir geti nýtt sér þau og að fram­setn­ing þeirra og end­ur­gjöf skóla sé skýr; þannig er lík­legra að all­ir nái betri ár­angri í námi.

Vilji er til góðra verka í ís­lensku mennta­kerfi, þar starfa ástríðufull­ir kenn­ar­ar og skóla­fólk sem vinn­ur frá­bært starf á degi hverj­um. Verk­efn­in eru ærin og þeim fækk­ar mögu­lega ekki en við get­um unnið að því í sam­ein­ingu að ryðja burt hindr­un­um og auka sam­starf, skýr­leika og skil­virkni svo að fleiri nem­end­ur geti náð enn betri ár­angri. Ég vil þakka Guðrúnu Hálf­dán­ar­dótt­ur fyr­ir þetta mik­il­væga inn­legg sem um­fjöll­un henn­ar um mennta­mál sann­ar­lega er og hvetja sem flesta til þess að kynna sér hana.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta