Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

28. nóvember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Aukin tækifæri fagmenntaðra

Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2019.

Mannauður­inn er okk­ar mik­il­væg­asta auðlind. Laga­breyt­ing um viður­kenn­ingu á fag­legri mennt­un og hæfi sem samþykkt hef­ur verið í rík­is­stjórn og ligg­ur nú fyr­ir á Alþingi er mikið heilla­skref fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og fag­fólk í lög­vernduðum störf­um.

Frum­varpið fel­ur í sér að tekið verði upp evr­ópskt fag­skír­teini hér á landi sem mun auðvelda til muna viður­kenn­ingu á fag­legri mennt­un. Um er að ræða ra­f­rænt skír­teini sem staðfest­ir mennt­un um­sækj­anda og rétt hans til til­tek­inna starfa í heima­land­inu. Með fag­skír­tein­inu standa von­ir til að hraða megi málsmeðferð við viður­kenn­ingu fag­legr­ar mennt­un­ar og gera af­greiðslu slíkra um­sókna um­tals­vert skil­virk­ari. Þá geta um­sækj­end­ur einnig aflað sér viður­kenn­ing­ar til þess að sinna ákveðnum þátt­um viðkom­andi starfa. Þannig mun sveigj­an­leiki aukast en um leið er skýr áhersla á fag­mennt­un sem efla mun vinnu­markaðinn.

Með þess­ari laga­breyt­ingu verða ekki grund­vall­ar­breyt­ing­ar á til­hög­un viður­kenn­ing­ar, rétt­ur fólks til viður­kenn­ing­ar er hinn sami og áður, en tek­in eru skref til að tryggja að fram­kvæmd­in verði ein­fald­ari og skjót­virk­ari. Um­rædd laga­breyt­ing mun þannig ein­falda og hraða af­greiðslu mála sem tengj­ast viður­kenn­ingu starfs­rétt­inda og stuðla að fleiri tæki­fær­um. Áfram eru gerðar kröf­ur um mennt­un og hæfi, t.d. fyr­ir helstu heil­brigðis­stétt­ir en mik­ill akk­ur er í því að þessi viðmið séu bet­ur sam­ræmd milli landa.

Frum­varpið er mikið fram­fara­skref fyr­ir nem­end­ur í starfs­námi sem munu fá vinnustaðanám inn­an lög­giltra starfs­greina viður­kennt milli landa. Þetta er enn einn liður­inn í því að efla starfs­nám og for­gangsraða í þágu þess. Þá er enn­frem­ur fjallað um miðlun upp­lýs­inga til inn­flytj­enda um lög­vernduð störf og skil­yrði fyr­ir lög­vernd­un starfs­greina í frum­varp­inu.

Heim­spek­ing­ur­inn John Stu­art Mill sagði: „Öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði því að mennt­un­in veit­ir aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar og skoðana.“ Ljóst er að veru­leg­ar breyt­ing­ar eru í vænd­um á vinnu­markaði vegna örra tækni­breyt­inga en þær fela í sér mik­il tæki­færi fyr­ir þjóðir sem for­gangsraða í þágu gæða mennt­un­ar. Til að mæta þeim áskor­un­um þurf­um við að huga vel að sveigj­an­leika og sam­spili vinnu­markaðar­ins og mennta­kerf­is­ins, nálg­ast þau mál heild­rænt og í virku sam­hengi við þróun þeirra ann­ars staðar í heim­in­um.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta