Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

15. febrúar 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Öflugt laganám grunnstoð öflugs réttarkerfis

Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2020.

Við end­ur­reisn þjóðrík­is­ins var Íslend­ing­um afar mik­il­vægt að landið væri stjórn­ar­fars­lega sjálf­stætt. Árið 1919 tóku Íslend­ing­ar æðsta dómsvald þjóðar­inn­ar í sín­ar hend­ur og Hæstirétt­ur Íslands tók til starfa 16. fe­brú­ar 1920. Með því voru öll skil­yrði þjóðrík­is upp­fyllt. Laga­nem­ar hafa lengi litið á 16. fe­brú­ar sem hátíðis­dag, enda markaði hann heim­komu ís­lenska dómsvalds­ins. Á morg­un er því dag­ur laga­nema, en í þetta sinn er hann sér­lega merki­leg­ur í ljósi ald­araf­mæl­is Hæsta­rétt­ar.
Hér á landi tók Laga­skól­inn til starfa árið 1908 eft­ir rúm­lega hálfr­ar ald­ar bar­áttu Íslend­inga fyr­ir því að laga­kennsla flytt­ist frá Dan­mörku til Íslands. Laga­skól­inn starfaði í þrjú ár en eng­inn braut­skráðist þó frá skól­an­um þar sem nem­end­ur gengu inn í Laga­deild Há­skóla Íslands við stofn­un hans árið 1911.

Lög­fræðimennt­un hef­ur gjör­breyst síðan þá. Fjöl­breytni í laga­námi hef­ur auk­ist með til­komu nýrra há­skóla og sam­keppni skóla á milli sem bjóða upp á fram­sækið og áhuga­vert laga­nám. Breyti­leik­inn er já­kvæður enda er mik­il­vægt að nem­end­ur hafi val og jöfn tæki­færi til náms. Það er ein af grunn­for­send­um rétt­láts sam­fé­lags.

Rétt­ar­kerfið okk­ar og ís­lenskt laga­nám styður einnig við og stuðlar að vexti móður­máls­ins. Þegar Laga­skól­inn var sett­ur skorti ís­lenska tungu mörg meg­in­hug­tök lög­fræðinn­ar. Nú rétt fyr­ir ára­mót var aft­ur á móti ra­f­rænu lög­fræðiorðasafni hleypt af stokk­un­um og gert aðgengi­legt á vefsíðu Árna­stofn­un­ar. Það mun án efa nýt­ast kom­andi kyn­slóðum.

Frum­varp um Mennta­sjóð náms­manna er nú í hönd­um þings­ins og það fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn. Frum­varpið miðar að því að jafna stuðning og dreif­ingu styrkja rík­is­ins til náms­manna sem taka náms­lán. Sér­stak­lega er hugað að hóp­um sem búa við krefj­andi aðstæður, s.s. ein­stæðum for­eldr­um, fjöl­skyldu­fólki og náms­mönn­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Lána­sjóður ís­lenskra náms­manna hef­ur starfað í yfir fimm­tíu og átta ár og er sjóður­inn í góðu ásig­komu­lagi. Sú staða skap­ar kjöraðstæður til kerf­is­breyt­inga, sem náms­menn hef­ur lengi dreymt um. Þeir hafa um ára­tuga skeið bar­ist fyr­ir betri kjör­um, aukn­um rétt­ind­um og jöfn­um tæki­fær­um til náms. Með fyr­ir­hugaðri breyt­ingu vilj­um við auka gagn­sæi, fyr­ir­sjá­an­leika og skipta gæðum með rétt­lát­ari hætti milli náms­manna.

Með stofn­un Hæsta­rétt­ar fyr­ir hundrað árum voru mörkuð tíma­mót. Dómsvald flutt­ist heim og rétt­ur­inn hef­ur haldið vel á því í heila öld. Skref­in sem þá voru stig­in skildu eft­ir sig gæfu­spor og urðu hald­reipi í sam­fé­lagsþróun sem er um margt ein­stök. Auk­in vel­sæld og rétt­læti hald­ast í hend­ur og okk­ur ber að skapa aðstæður, þar sem fólk fær jöfn tæki­færi til að rækta hæfi­leika sína. Í þeirri veg­ferð er já­kvætt hug­ar­far þjóðar­inn­ar besta vega­nestið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta