Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

15. apríl 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Takk, Vigdís!

Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 15. apríl 2020.

Vorið 1980 sat 6 ára stúlka í kjöltu lang­ömmu sinnar og ræddi stóru mál lífsins. Lang­amman spurði hvern stúlkan ætlaði að styðja í for­seta­kosningunum sem voru þá á næsta leiti. Stúlkan sagðist halda með Alberti Guð­munds­syni, enda hefði hún mikinn á­huga á í­þróttum. Lang­amman brást ó­kvæða við og sagði sögu­legt tæki­færi blasa við Ís­lendingum, sem gætu orðið fyrstir í sögunni til að velja konu sem þjóð­höfðingja. Við stelpurnar ættum að standa saman, ekkert annað kæmi til greina.

Þá væri einnig fram­bjóðandinn, Vig­dís Finn­boga­dóttir, ein­stök hæfi­leika­kona og myndi sóma sér vel á Bessa­stöðum. Lang­amman var svo sann­færandi og á­kveðin að stúlkan á­kvað að fylgja lang­ömmu sinni að máli, eins og svo oft áður.

Lang­amma reyndist sann­spá og for­seta­tíð frú Vig­dísar Finn­boga­dóttur varð sögu­leg. Fram­lag Vig­dísar til jafn­réttis­mála var ó­metan­legt, bæði á Ís­landi og heims­vísu. Með sigri í lýð­ræðis­legum kosningum braut hún gler­þak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ást­ríða Vig­dísar fyrir ís­lenskri tungu verið afar dýr­mæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta sam­spil tungu­máls og menningar. Jafn­framt jók hún mjög hróður Ís­lands á al­þjóða­vett­vangi, því þar sem Vig­dís talaði var hlustað. Fleira mætti telja til, svo sem bar­áttu hennar fyrir skóg­rækt og um­hverfis­málum og að tengja saman kyn­slóðir með fram­sýni.

Lang­amma mín hefði orðið 110 ára í ár. Hún rak mat­stofu í Aðal­stræti 12 og var virk í verka­lýðs­bar­áttunni, alla sína tíð. Hún hafði mikil á­hrif á mig og alla fjöl­skylduna. Ég á henni mikið að þakka fyrir að halda mér stöðugt við efnið og sjá sam­hengi hlutanna. Þær Vig­dís eiga það sam­eigin­legt að hafa gert kraft­verk í lífi fólksins í kringum þær, jafn­vel við að­stæður sem virtust ó­yfir­stígan­legar. Þessi kyn­slóð for­mæðra okkar ein­kenndist af vilja­styrk og þraut­seigju sem fleytti henni yfir skerin og heilli í höfn.

Frú Vig­dís Finn­boga­dóttir, til hamingju með daginn! Ég vil þakka þér fyrir ó­metan­legt starf, for­ystu og að hafa vísað okkur veginn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta