Ásthildur Lóa Þórsdóttir
mennta- og barnamálaráðherra
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er mennta- og barnamálaráðherra frá 21. desember 2024.
Ásthildur er fædd í Reykjavík 20. nóvember 1966. Hún á tvö börn, Þór Símon og Bjarka Pál, með maka sínum Hafþóri Ólafssyni.
Ásthildur er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum 1986 og stundaði nám í ensku við Háskóla Íslands á árunum 1989–1990. Hún er kennari að mennta með BEd-próf frá Kennaraháskóla Íslands (1994). Hún er jafnframt með diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Nordica Consulting Group við Endurmenntun HÍ (2016) og með D-stig IPMA-vottun verkefnastjóra hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.
Ásthildur starfaði sem kennari við Árbæjarskóla 1994–1995 og Ölduselsskóla 1995–1996. Hún var starfsmaður hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni 1999–2001, kennari við Selásskóla 2003–2005, starfsmaður hjá Apex 2005–2006 og sölufulltrúi hjá H. Jacobsen 2005–2008. Hún var kennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar 2008–2009 og Flataskóla 2010–2011 og starfsmaður hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni 2009–2010. Þá starfaði hún sem kennari við Árbæjarskóla 2011–2017, Öldutúnsskóla 2017–2019 og Árbæjarskóla 2019–2021.
Ásthildur var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna 2017–2024 og sat í stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara 2018–2021. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðan 2021.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.