Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Upplýsingar sem hér fara á eftir sýna rekstrarniðurstöðu málaflokka, bæði innan ársins 2023 og að teknu tilliti til stöðu fjárheimilda frá fyrri árum. Í töflu 1 er að finna rekstrarútgjöld að undanskildum útgjöldum vegna fjárfestinga. Í fyrsta dálki eru raunútgjöld, þ.e. gjöld að frádregnum sértekjum sem stofnanir afla sér. Í næstu fjórum dálkum eru fjárheimildir til ráðstöfunar, flokkaðar eftir uppruna, fjárlögum, fjáraukalögum, millifærðum fjárheimildum og loks samtalan þ.e. fjárheimild ársins. Síðan er sýnt frávik raungjalda innan ársins frá fjárheimildum. Loks er sýnd staða fjárheimilda frá fyrra ári, hverjar heildarfjárheimildirnar eru og hver frávik raungjalda eru, að teknu tilliti til stöðu fjárheimilda frá fyrra ári.

Heildarútgjöld fyrir árið 2023 voru 53,9 ma.kr. Rekstrarfjárheimildir á tímabilinu voru alls 51,8 ma.kr. sem þýðir að staða rekstrarfjárheimilda á tímabilinu var neikvæð um 2.125 m.kr. Fluttar fjárheimildir frá árinu 2022 voru alls 2.581 m.kr. Heildarstaða rekstrarfjárveitinga, þ.e. fjárveitinga ársins 2023 auk stöðu fjárveitinga frá fyrra ári er því jákvæð um 456 m.kr. Af 30 stofnunum ráðuneytisins voru 17 þeirra með jákvæða stöðu fjárheimilda um áramótin.

Taflan á síðu tvö að ofan sýnir fjárfestingaframlög innan ársins 2026 og að teknu tilliti til stöðu fjárheimilda frá fyrri árum. Í fyrsta dálki er fjárheimild ársins. Í öðrum dálki er ónýttar fjárheimildir frá fyrra ári. Í þriðja dálki eru raunútgjöld ársins. Loks sést í fjórða dálki hverju er óráðstafað í árslok.

Frávikagreining og yfirlit yfir árslokastöðu ríkisaðila

Alls voru 52 fjárlagaliðir á ábyrgð ráðuneytisins fjárlagaárið 2022. Þar af voru 30 stofnanir en aðrir fjárlagaliðir, s.s. sjóðir, safnliðir og varasjóðir voru 22. Verkefni þeirra liða skiptast á 9 málaflokka á fjórum málefnasviðum.

Í eftirfarandi umfjöllun er gerð nánari grein fyrir frávikum einstakra liða eftir því sem ástæða er til. Myndirnar sýna stöðu fjárlagaliða eftir árið, að teknu tilliti til stöðu fjárheimilda frá fyrra ári. Ef frávik er innan 4% af rekstri þá er yfirleitt ekki talin ástæða til sérstakra skýringa því ýmsar eðlilegar ástæður geta verið á fráviki af slíkri stærðargráðu. Hafa verður í huga að tölur sem gefnar eru upp í krónum gefa ekki endilega rétta mynd af stöðu liðanna vegna þess að reksturinn er mjög mismunandi að umfangi.

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Málefnasviði 18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál tilheyra alls þrír útgreiðsluliðir og einn varasjóður eða alls fjórir liðir. Á öllum liðum er staða fjárheimilda jákvæð eftir árið. Málefnasviðið er 79 m.kr. undir heimildum ársins 2023.

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Framhaldsskólastig

Málefnasviði 20 Framhaldsskólastig tilheyra 27 stofnanir, 10 útgreiðsluliðir og einn varasjóður, eða samtals 38 liðir. Málefnasviðið er 876 m.kr. undir heimildum ársins 2023.

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Á málefnasviðinu eru 27 opinberir framhaldsskólar. Stærsta einstaka skýringin á jákvæðri stöðu fjárheimilda málefnasviðsins er vegna uppsafnaðrar stöðu á stofnkostnaðarlið málefnasviðsins, en fyrir dyrum standa framkvæmdir við húsnæði nokkurra skóla, meðal annars uppbyggingu á verknámsaðstöðu. Ellefu framhaldsskólar eru með neikvæða stöðu fjárheimilda umfram 4% en þrír eru með neikvæða stöðu á bilinu 0-4%. Alls eru sex skólar með jákvæða stöðu fjárheimilda umfram 4%.

Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Málefnasviði 22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála tilheyra ein stofnun, aðalskrifstofa ráðuneytisins, 4 útgreiðsluliðir og einn varasjóður, alls 7 liðir. Málefnasviðið er 176 m.kr. undir fjárheimildum ársins.

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Fjölskyldumál

Málefnasviði 29 Fjölskyldumál tilheyra tvær stofnanir, einn útgreiðsluliður og varasjóður. Málefnasviðið er 675 yfir heimildum ársins 2023. Stöðuna má skýra með ófyrirséðrar stöðu í meðferð á málefnum barna, s.s. í tengslum við neyðarvistun, sem fólu í sér óhjákvæmilegan kostnað.

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Varasjóðir

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum