Starfshópur um stefnumótun í heyrnarþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið, í samstarfi við hagsmunaaðila, vinnur að framtíðarsýn varðandi veitingu heyrnarþjónustu og framþróun þjónustunnar. Verkefni hópsins er að vinna tillögur fyrir ráðherra að því hvernig þjónustan skuli skipulögð til framtíðar. Lögð er áhersla á notendavæna þjónustuveitingu út frá alvarleika heyrnarskerðingar og stigum heilbrigðisþjónustunnar í fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu sbr. Heilbrigðisstefnu til 2030.
Þá er hópnum einnig falið að leggja fram tillögu að greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar.
Starfshópinn skipa
- Selma Margrét Reynisdóttir, án tilnefningar, formaður hópsins
- Kristján Sverrisson, tilnefndur af Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
- Jórlaug Heimisdóttir, tilnefnd af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
- Hrafnhildur Halldórsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Arnar Þór Guðjónsson, tilnefndur af Landspítala
- Ólafur Ólafsson, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands
- Anna Linda Guðmundsdóttir, tilnefnd af einkaaðilum í heyrnarþjónustu
- Ellisif K. Björnsdóttir, tilnefnd af einkaaðilum í heyrnarþjónustu
- Ingólfur Már Magnússon, tilnefndur af Heyrnarhjálp
- Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, tilnefnd af Félagi heyrnarlausra
- Margrét Halldórsdóttir, tilnefnd af Landssambandi eldri borgara
- Kristbjörg Gunnarsdóttir, tilnefnd af Félagi heyrnarfræðinga
Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður hópsins.
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra þann 8. júlí 2024 og er gert ráð fyrir að hópurinn ljúki störfum með skilum á tillögum í formi skýrslu til heilbrigðisráðherra fyrir árslok 2024.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.