Stjórn Flugþróunarsjóðs
Þann 30. október 2015 samþykkti ríkisstjórn Íslands að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja undirbúning að stofnun Flugþróunarsjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík. Byggir samþykktin á tillögum nefndar sem forsætisráðherra skipaði um aukna möguleika í millilandaflugi þar sem lagt var til að settur væri á fót tvískiptur flugþróunarsjóður undir einni stjórn sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipar. Stjórnin ber ábyrgð á að úthlutun sjóðsins samrýmist ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins. Þá skal hún setja sér starfsreglur sem ráðherra staðfestir.
Stjórnin er þannig skipuð:
• Helgi Héðinsson, skipaður formaður stjórnar án tilnefningar
• Sigfús Ólafsson, tilnefndur af forsætisráðuneytinu
• Freyr Antonsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
• Arnheiður Jóhannsdóttir, tilnefnd af Markaðsstofu Norðurlands
• Dagmar Ýr Stefánsdóttir, tilnefnd af Austurbrú ses.
• Sigrún Björk Jakobsdóttir, tilnefnd af Isavia
• Þorleifur Þór Jónsson, tilnefndur af Íslandsstofu.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.