Hoppa yfir valmynd

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

Félags- og húsnæðismálaráðherra skipar stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra, samkvæmt lögum um breytingar á lögum um málefni aldraðra.

Málefni stjórnarinnar fluttust frá heilbrigðisráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis frá og með 15. mars 2025.

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra annast stjórn sjóðsins og gerir árlega tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum.

Síðast var skipað í stjórnina frá 10. mars 2022 fram að næstu alþingiskosningum. Skipunartími stjórnar var síðan framlengdur til og með 31. janúar 2025.

Aðalmenn

  • Þórunn Sveinbjörnsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Þorbjörn Guðmundsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Vilhjálmur Árnason, tiln. af fjárlaganefnd Alþingis

Varamenn

  • Jón Snædal, án tilnefningar
  • Jóhannes Á. Jóhannesson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Ingibjörg H. Sverrisdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tiln. af fjárlaganefnd Alþingis.

 

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta