Stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2021-2023
Samkvæmt 2. gr. laga nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða skipar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fjóra fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til tveggja ára í senn. Skulu tveir skipaðir eftir tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar, einn eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður. Sjóðurinn er á ábyrgð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra en Ferðamálastofa hefur með höndum rekstur hans og alla aðra umsýslu.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða, leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins og fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Hlutverki sínu skal sjóðurinn sinna með því að veita fjármagni annarsvegar til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum og hinsvegar til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
Í stjórninni eiga sæti:
- Halldór Eiríksson, skipaður formaður án tilnefningar
- Dagný Arnarsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
- Pétur Óskarsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.