Stjórn Kvískerjasjóðs
Skipuð 18. júní 2024.
Kvískerjasjóður starfar á grundvelli laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 1606, sbr. lög nr. 19/1988.
Sjóðurinn er stofnaður til heiðurs Kvískerjabræðrum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúru og sögu, þ.m.t. menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu. Markmiðum sjóðsins skal ná með veitingu rannsóknastyrkja til stofnana, félagasamtaka og einstaklinga.
Stjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn og skal veita sjóðnum forstöðu og ber ábyrgð á fjárvörslu hans. Stjórnin tekur ákvarðanir á fundum sínum og skal haldin gerðabók um alla fundi og bóka skilgreinilega þær ákvarðanir sem teknar eru.
Án tilnefningar
Árni M. Mathiesen, formaður
DagnýArnarsdóttir
Samkvæmt tilnefningu menningar- og viðskiptaráðuneytisins
Þuríður Halldóra Aradóttir Braun
Ritari stjórnar
Þórunn Elfa Sæmundsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Heimasíða Kvískerjasjóðs er kviskerjasjodur.is.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.