Hönnunarstefna 2014-2018 - stýrihópur um framkvæmd
Til að tryggja framgang Hönnunarstefnu skipar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stýrihóp sem hefur það hlutverk að meta stöðu þeirra aðgerða sem tilgreindar eru í Hönnunarstefnunni og liðka fyrir nauðsynlegu samtali milli aðila. Hönnunarstefna 2014-2018 er sett fram til fimm ára í breiðu samstarfi stjórnvalda og hönnunarsamfélagsins. Endurskoðun stefnunnar mun hefjast á árinu 2016.
Í stýrihópnum eiga sæti:
- Helga Aðalheiður Haraldsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar
- Halla Helgadóttir, tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands
- Karitas Halldóra Gunnarsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.