Hoppa yfir valmynd

Svæðisráð rekstrarsvæðis 4, vestursvæðis, í Vatnajökulsþjóðgarði

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipað18. janúar 2024.

Rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eru rekin sem sjálfstæðar rekstrareiningar á ábyrgð þjóðgarðsvarðar og eru mörk rekstrarsvæða tilgreind í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 608/2008, með síðari breytingum.

Svæðisráðið er skipað til fjögurra ára í senn skv. 7. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð. Í svæðisráði skulu sitja sex fulltrúar: þrír fulltrúar tilnefndir af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eru á viðkomandi rekstrarsvæði, einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af ferðamálasamtökum á viðkomandi svæði, einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum og einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum. Sömu aðilar tilnefna jafnmarga varamenn sem eru skipaðir með sama hætti. Svæðisráð kýs sér formann úr hópi sveitarstjórnarmanna og varaformann. Þjóðgarðsvörður situr fundi svæðisráðs.

Hlutverk svæðisráða Vatnajökulsþjóðgarðs skv. 8. gr. laganna er að vera þjóðgarðsverði og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins á viðkomandi rekstrarsvæði, að hafa yfirumsjón með gerð tillögu að verndaráætlun fyrir viðkomandi svæði, að samþykkja tillögu að rekstraráætlun fyrir viðkomandi rekstrarsvæði innan þess fjárhagsramma sem því er ætlaður hverju sinni samkvæmt ákvörðun stjórnar og að gera tillögu að ráðningu þjóðgarðsvarða á viðkomandi rekstrarsvæði. 

Samkvæmt tilnefningu Ásahrepps
Þráinn Ingólfsson, formaður
Ísleifur Jónasson, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu Skaftárhrepps
Elín Heiða Valsdóttir, varaformaður
Jóhannes Gissurarson, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu Þingeyjasveitar
Þorlákur Páll Jónsson
Anna Bragadóttir, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka
Steinunn Sigurðardóttir,
Kári Kristjánsson, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu útivistarsamtökum
Haukur Eggertsson
Karl Ingólfsson, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu Ferðamálasamtaka Suðurlands
Sveinn Hreiðar Jensson
Rannveig Ólafsdóttir, varafulltrúi

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta