Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna
Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna er formlegur samráðsvettvangur ráðuneyta um málefni og réttindi barna.
Hlutverk hópsins er víðtækt en auk þess að vera formlegur samráðsvettvangur fulltrúa ráðherra sem fara með stjórnarmálefni sem tengjast réttindum barna og þjónustu við þau hefur hópurinn sérstöku hlutverki að gegna á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021.
Verkefni hópsins eru meðal annars að:
- Undirbúa stefnu um farsæld barna og framkvæmdaáætlun um verkefni ríkisins sem varða farsæld barna, sbr. 3. gr. laga nr. 86/2021.
- Framkvæmd ýmissa aðgerða á grundvelli þingsályktunar um Barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á Alþingi í júní 2021, sbr. þingsályktun nr. 28/151 sem og annarra verkefna að beiðni mennta- og barnamálaráðherra.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Aðalmenn:
- Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, án tilnefningar, formaður, án tilnefningar
- Guðni Olgeirsson, án tilnefningar, varaformaður, án tilnefningar
- Hjördís Eva Þórðardóttir, án tilnefningar
- Ásgeir Runólfsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Elísabet Gísladóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti
- Hanna Dóra Hólm Másdóttir, tilnefnd af innviðaráðuneyti
- Anna María Káradóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti
- Kjartan Ólafsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti
- Þór G. Þórarinsson, tilnefndur af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
Varamenn:
- Ragnheiður Bóasdóttir, án tilnefningar,
- Birna Sigurðardóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Gústav Aron Gústavsson, tilnefndur af innviðaráðuneyti
- Helga Sif Friðjónsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti
- Marta Guðrún Skúladóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Sigurður Örn Guðleifsson, tilnefndur af forsætisráðuneyti
- Svanhildur Þorbjörnsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti
Með hópnum starfa jafnframt sérfræðingar mennta- og barnamálaráðuneytis.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.