Starfshópur um einn feril húsnæðisuppbyggingar
Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um einn feril húsnæðisuppbyggingar, sbr. rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 sem undirritaður var 14. júlí 2022.
Verkefni hópsins er að fyrir yfir niðurstöðu þeirrar vinnu sem nú þegar hefur verið unnin varðandi ferli skipulags- og byggingarmála tengdum uppbyggingu húsnæðis. Hópurinn skal greina hvaða þættir eru líklegir til að valda töfum ásamt því hvaða mögulegu flöskuhálsar gætu verið í kerfinu. Afrakstur þeirrar vinnu verði tillögur að umbótum, hvort sem er í verklagi eða regluverki.
Starfshópurinn er svo skipaður:
- Valdís Ösp Árnadóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis,
- Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar,
- Vigfús Þór Hróbjartsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
- Þorvarður Lárus Björgvinsson, fulltrúi Samtaka iðnaðarins,
- Ólafur Árnason, fulltrúi Skipulagsstofnunar.
Verkefnisstjóri er Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi.
Skipað er til og með 31. maí 2024.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.