Tækniþróunarsjóður - stjórn 2023-2025
Stjórn Tækniþróunarsjóðs ákveður áherslur sjóðsins samkvæmt skilgreindu hlutverki hans, sbr. 10. gr. laga nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Stjórnin tekur ákvarðanir um fjárveitingar úr sjóðnum að fengnum umsögnum fagráða sem tækninefnd Vísinda- og tækniráðs skipar til tveggja ára í senn. Fagráðin eru ráðgefandi um fagleg málefni við úthlutanir úr Tækniþróunarsjóði. Jafnframt eru fagráðin ráðgefandi fyrir Vísinda- og tækniráð og undirnefndir þess eftir því sem óskað er. Stjórnin er skipuð af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og er skipunartími tvö ár í senn.
Aðalmenn
- Guðrún Inga Ingólfsdóttir, formaður, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, tilnefnd af matvælaráðherra
- Kjartan Hansson, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins
- Anna Karlsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
- Björn Lárus Örvar, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
- Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Vísinda- og nýsköpunarráði
Varamenn
- Tómas Ottó Hansson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Helgi E. Þorvaldsson, tilnefndur af matvælaráðherra
- Nanna Elísa Jakobsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
- Erlingur Brynjúlfsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
- Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
- Tatjana Latinovic, tilnefnd af Vísinda- og nýsköpunarráði
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.