Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta
Úrskurðarnefnd um sanngirnisbætur er skipuð skv. 7. gr. laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Nefndin skal taka afstöðu til krafna um sanngirnisbætur ljúki málum ekki á grundvelli 6. gr. laga nr. 47/2010 með samþykki sáttaboðs sýslumanns.
Úrskurðarnefnd um sanngirnisbætur er nefnd þriggja manna og þriggja til vara. Einn nefndarmaður skal fullnægja skilyrðum til að vera hæstaréttardómari, en hann skal jafnframt vera formaður nefndarinnar. Einn skal vera læknir og einn sálfræðingur.
Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta skipa:
• Haukur Örn Birgisson, lögmaður og jafnframt formaður nefndar,
• Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur,
• Gunnar Tómasson, læknir.
Erindi um úrlausn úrskurðarnefndar skal vera skriflegt og beint til sýslumannsins á Norðurlandi eystra innan þriggja mánaða frá dagsetningu bréfs sýslumanns um sáttaboð eða synjun kröfu um sanngirnisbætur.
Póstfang sýslumannsins á Norðurlandi eystra:
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Gránugötu 6
580 Siglufirði
Netfang embættisins er [email protected]
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.