Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Úrskurðir nefndarSkipuð 6. janúar 2024.
Nefndin er skipuð skv. 2. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum.
Í nefndinni skulu sitja níu fulltrúar og sjö til vara. Einn nefndarmanna, sem skal vera formaður hennar og forstöðumaður og hafa starfið að aðalstarfi, er skipaður til fimm ára að undangenginni auglýsingu í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hann skal uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Einn nefndarmanna skal vera staðgengill forstöðumanns og varaformaður nefndarinna og skal uppfylla sömu hæfisskilyrði og formaður, hafa starfið að aðalstarfi og skipaður til fimm ára að undangenginni auglýsingu í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Aðrir nefndarmenn eru skipaðir til fjögurra ára í senn og skulu þeir tilnefndir af Hæstarétti. Þeir skulu allir hafa háskólapróf. Einn skal hafa sérþekkingu á sviði skipulagsmála, einn á sviði byggingarmála, einn á sviði umhverfismála, einn á sviði jarðvísinda, orkumála og jarðrænna auðlinda og einn á sviði vistfræði og lífríkis þurrlendis, ferskvatns og sjávar. Tveir skulu hafa embættispróf í lögfræði eða annað háskólapróf sem verður metið jafngilt. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og uppfylla sömu hæfisskilyrði og aðalmenn.
Skrifstofa nefndarinnar er til húsa að Borgartúni 21, Höfðaborg, 2. hæð, 105 Reykjavík.
Sími: 575 8710
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu nefndarinnar www.uua.is
- Arnór Snæbjörnsson, formaður og forstöðumaður
- Ómar Stefánsson, nefndarmaður og varaformaður
Samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar íslands
- Karólína Finnbjörnsdóttir
Ingi B. Poulsen, til vara
- Þorsteinn Þorsteinsson
Sigurður Erlingsson, til vara
- Halldóra Vífilsdóttir
Þráinn Hauksson, til vara
- Geir Oddsson
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, til vara
- Kristín Svavarsdóttir
Bjarni Kristófer Kristjánsson, til vara
- Þorsteinn Sæmundsson
Freysteinn Sigmundsson, til vara
- Aðalheiður Jóhannsdóttir
Kristín Benediktsdóttir, til vara.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.