Samráðsvettvangur gegn hagræðingu úrslita kappleikja
Mennta- og barnamálaráðherra skipar samráðsvettvang gegn hagræðingu úrslita kappleikja skv. 13. gr. alþjóðasamnings um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Meðal verkefna hans er að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum; að vera upplýsingamiðstöð sem safnar og miðlar upplýsingum um það sem hefur gildi í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum; að samhæfa aðgerðir innanlands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum og útbúa verkferla og viðbragðsáætlanir. Baráttan gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja krefst samstarfs margra mismunandi aðila og ýmsum aðferðum þarf að beita. Er þar helst átt við fræðslu og forvarnarstarf auk þess sem styrkja þarf laga og reglugerðagrunn hvort heldur er innan stjórnsýslunnar eða á vegum íþróttasamtaka.
Til baka
Hópurinn er þannig skipaður:
- Örvar Ólafsson, formaður, án tilnefningar
- Pétur Hrafn Sigurðsson, samkvæmt tilnefningu Íslenskra getrauna
- Ólöf María Vigfúsdóttir, samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðuneytis
- Karl Steinar Valsson, samkvæmt tilnefningu Embættis ríkislögreglustjóra
- Líney Rut Halldórsdóttir, samkvæmt tilnefningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
- Fannar Helgi Rúnarsson, samkvæmt tilnefningu Knattspyrnusamabands Íslands
- Fanney Björk Frostadóttir, samkvæmt tilnefningu Héraðssaksóknara
Skipunartími er til 31. desember 2027.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.