Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd kosningamála

Úrskurðir nefndar
Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra skipar þrjá menn í úrskurðarnefnd kosningamála. Skipunartími nefndarinnar er sex ár en þó þannig að annað hvert ár renni út skipunartími eins stjórnarmanns. Hæstiréttur Íslands tilnefnir formann nefndarinnar og skal hann uppfylla starfsgengisskilyrði hæstaréttardómara. Samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefnir einn nefndarmann og skal hann hafa lokið embættisprófi eða meistaraprófi í lögfræði og hafa reynslu af framkvæmd kosninga. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn nefndarmann og skal hann hafa reynslu af framkvæmd kosninga. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Í úrskurðarnefnd kosningamála eru: 

  • Berglind Svavarsdóttir formaður, tilnefnd af Hæstarétti Íslands. Skipuð til fjögurra ára. 
  • Anna Tryggvadóttir, tilnefnd af Samstarfsnefn. háskólast. Skipuð til tveggja ára. 
  • Unnar Steinn Bjarndal, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skipaður til sex ára.

Varamenn í úrskurðarnefnd kosningamála eru:

  • Viðar Lúðvíksson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands. Skipaður til fjögurra ára.
  • Þóra Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Samstarfsnefn. háskólst. Skipuð til tveggja ára.
  • Svanfríður Jónasdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skipuð til sex ára.

 Til nefndarinnar má skjóta eftirtöldum ákvörðunum:

  1. Synjun Þjóðskrár Íslands um að taka kjósanda á kjörskrá, sbr. 3. mgr. 4. gr., og um leiðréttingar á kjörskrá skv. 32. gr., sbr. 33. gr.
  2. Ákvörðun landskjörstjórnar og yfirkjörstjórnar sveitarfélags um gildi framboðslista og önnur atriði er þau varða, sbr. 45. og 46. gr.
  3. Ákvörðun yfirkjörstjórnar um kjörgengi frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum, sbr. 48. gr.
  4.  Ákvörðun landskjörstjórnar um gildi framboðs til forsetakjörs, sbr. 2. mgr. 50. gr.
  5. Kæru vegna ólögmætis sveitarstjórnarkosninga, sbr. 128. gr.
  6. Kæru vegna ólögmætis forsetakjörs og þjóðaratkvæðagreiðslna, sbr. 129. gr.
  7. Kæru vegna ólögmætis íbúakosninga sem haldnar eru á grundvelli sveitarstjórnarlaga.
  8. Ákvörðun sem landskjörstjórn tekur samkvæmt öðrum lögum. 

Úrskurði úrskurðarnefndar kosningamála verður ekki skotið til annars stjórnvalds.

Netfang úrskurðarnefndar kosningamála er: [email protected].

Úrskurðir nefndarinnar

Úrskurða- og kærunefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta