Sérfræðingahópur um framkvæmd og þróun könnunarprófa í grunnskólum
Sérfræðingahópur um framkvæmd og þróun könnunarprófa í grunnskólum er skipaður á grundvelli 12. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum. Verkefni hópsins er að fylgjast með framkvæmd og þróun samræmdra könnunarprófa hjá Menntamálastofnun, fjalla um álitamál vegna framkvæmdar, innihalds og niðurstaðna samræmdra könnunarprófa og koma á framfæri ábendingum um nauðsynlegar umbætur til stofnunarinnar.
Skipunartími er frá 1. júní 2020 til 31. maí 2022.
Sérfræðingahópurinn er þannig skipaður:
Aðalmenn:
Ívar Rafn Jónsson, formaður, án tilnefningar,
Hjördís Sigríður Albertsdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands,
Vigfús Hallgrímsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn:
Ingólfur Gíslason, án tilnefningar,
Jón Páll Haraldsson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands,
Svandís Ingimundardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.