Vinnumarkaðsráð Norðurlands eystra
Samkvæmt 6. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006, skipar ráðherra sjö manna svæðisbundin vinnumarkaðsráð. Í hvert vinnumarkaðsráð eru tilnefndir tveir ráðsmenn af samtökum launafólks á hverju svæði og tveir af samtökum atvinnurekenda. Jafnframt er einn ráðsmaður tilnefndur af sveitarfélögum á hverju svæði, einn af mennta- og menningarmálaráðherra og einn skipaður án tilnefningar. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi þeirra sem tilnefndir eru sem aðalmenn.
Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum.
Aðalmenn
- Guðný Sverrisdóttir, án tilnefningar, formaður
- Heimir Kristinsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, varaformaður
- Anna Rósa Magnúsdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands - samtökum opinberra starfsmanna
- Erla Björg Guðmundsdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðneyti
- Jóna Jónsdóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
- Anna M. Kristinsdóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
- Gunnlaugur Stefánsson, tiln. af Eyþingi
Varamenn
- Ásgrímur Hallgrímsson, án tilnefningar
- Jóna Matthíasdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
- Reynir Stefánsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands - samtökum opinberra starfsmanna
- Valgeir Magnússon, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti
- Þórunn Harðardóttir, af Samtökum atvinnulífsins
- Árni Páll Jóhannsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
- Linda Margrét Sigurðardóttir, tiln. af Eyþingi
Ráðið er skipað af félags- og húsnæðismálaráðherra frá 29. janúar 2016 til 28. janúar 2020.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.