Vinnumarkaðsráð Vestfjarða
Samkvæmt 6. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006, skipar ráðherra sjö manna svæðisbundin vinnumarkaðsráð. Í hvert vinnumarkaðsráð eru tilnefndir tveir ráðsmenn af samtökum launafólks á hverju svæði og tveir af samtökum atvinnurekenda. Jafnframt er einn ráðsmaður tilnefndur af sveitarfélögum á hverju svæði, einn af mennta- og menningarmálaráðherra og einn skipaður án tilnefningar. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi þeirra sem tilnefndir eru sem aðalmenn.
Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum.
Aðalmenn
- Lilja Sigurðardóttir - án tilnefningar formaður
- Agnieszka Tyka - tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
- Sævar Óskarsson - tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
- Kristján G. Jóakimsson - tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
- Sigurður Arnórsson - tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands - opinberir starfsmenn
- Sædís María Jónatansdóttir - tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
- Sif Huld Albertsdóttir - tilnefnd af fjórðungssambandi Vestfjarða
Varamenn
- Marzellíus Sveinbjörnsson - án tilnefningar
- Hrund Karlsdóttir - tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
- Linda Björk Pálsdóttir - tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
- Óðinn Gestsson - tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
- Gunnfríður Magnúsdóttir - tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands - opinberir starfsmenn
- Emelía Dagný Sveinbjörnsdóttir - tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
- Þorgeir Pálsson - tilnefndur af fjórðungssambandi Vestfjarða
Skipað af félags- og barnamálaráðherra frá 24. ágúst 2020 til 24. ágúst 2024.
"Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.