Yfirmatsnefnd samkvæmt ábúðarlögum 2022-2026
Skv. 2. mgr. 44. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þrjá menn í yfirmatsnefnd fyrir landið í heild til fjögurra ára í senn, einn án tilnefningar, einn samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands og einn samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Í nefndinni eiga sæti:
Jón Höskuldsson, tilnefndur af Hæstarétti Íslands, skipaður formaður
Varamaður: Halla Bergþóra Björnsdóttir, tilnefnd af sama
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, tilnefnd án tilnefningar
Varamaður: Björn Jóhannesson, án tilnefningar
Þyrí Halla Steingrímsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
Varamaður: Hilmar Vilberg Gylfason, tilnefndur af sama.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.