Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um eftirfylgni áætlunar um loftgæði á Íslandi 2018-2029

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 6. september 2021.
Stýrihópnum er falið það hlutverk að hafa umsjón með framkvæmd áætlunar - Hreint loft til framtíðar - áætlun um loftgæði á Íslandi 2018-2029 sem var gefin út í nóvember 2017 í samræmi við ákvæði 6. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir um loftgæði á Íslandi 2018 - 2029. Hlutverk stýrihópsins verður að kanna reglulega hvernig framkvæmdum aðgerða í loftgæðaáætluninni miðar.

Ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar er í höndum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ráðuneytið mun í samstarfi við ýmsa aðila vinna að nánari útfærslu einstakra þátta áætlunarinnar og endurskoða markmið hennar á fjögurra ára fresti. Auk þess verður áætlunin yfirfarin reglulega í tengslum við undirbúning fjárlaga. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun, í samráði við Umhverfisstofnun, annast eftirlit með framkvæmd áætlunarinnar og leggja mat á hvort aðgerðir hafi skilað væntanlegum árangri. Mat og eftirlit vegna áætlunarinnar mun í ríkum mæli vera á hendi Umhverfisstofnunar, sem miðstöð í loftgæðaeftirliti og gagnasöfnun í málaflokknum.

Gert er ráð fyrir að loftgæðaáætluninni verði fylgt á öllum stigum stjórnsýslunnar og að hún sé viðmið fyrir stefnumótun stofnana og annarra sem starfa á þeim sviðum þar sem losun og styrkur loftmengunarefna koma við sögu. Það er einnig markmið að áætlunin njóti stuðnings sveitarfélaga, heilbrigðisnefnda, landshlutasamtaka sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, fagaðila og hagsmunasamtaka, fyrirtækja og aðila vinnumarkaðarins og almennings þannig að þessir aðilar stuðli að hreinu andrúmslofti með verkum sínum. Þá er þess einnig vænst að stefna ríkisins á öðrum sviðum samfélagsins stuðli að bættum loftgæðum hér á landi.

Stýrihópurinn er skipaður til þriggja ára. Á þeim tíma skal hann upplýsa ráðherra tvisvar á ári um hvernig framkvæmdum aðgerða í loftgæðaáætluninni miðar.

Án tilnefningar
Sigurbjörg Sæmundsdóttir, formaður

Samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
Friðfinnur Skaftason

Samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðuneytis
Sigríður Jakobínudóttir

Samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytis
Íris Hannah Atladóttir

Samkvæmt tilnefningu Ungra umhverfissinna
Hafþór Ingi Ragnarsson

Samkvæmt tilnefningu náttúru- og umhverfisverndarsamtaka
Gerður Stefánsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi
Svava S. Steinarsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jón Kjartan Ágústsson

Samkvæmt tilnefningu Vegagerðarinnar
Páll Valdimar Kolka Jónsson

Samkvæmt tilnefningu Astma- og ofnæmisfélagsins
Fríða Rún Þórðardóttir

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Einar Halldórsson

Samkvæmt tilnefningu Samgöngustofu
Helga Finnsdóttir

 

Með stýrihópnum munu einnig starfa:
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Vanda Úlfrún Liv Hellsing, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta