Starfshópur um úthlutun hjálpartækja
Framboð og tegundir hjálpartækja hafa breyst mikið á undanförnum árum. Ennfremur hefur þörf fyrir hjálpartæki breyst og aukist. Hjálpartæki sem Sjúkratryggingar Íslands útvega eða greiða styrki vegna, hafa því verið til sérstakrar skoðunar á undanförnum misserum. Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja, nr. 760/2021, hefur verið breytt nokkrum sinnum í þá átt að veita betri þjónustu við þau sem þurfa á hjálpartækjum að halda. Mikilvægt er að halda áfram endurskoðun og horfa á málaflokkinn í heild sinni með aðkomu helstu hagsmunaaðila.
Óskað var tilnefninga í starfshópinn frá ÖBÍ réttindasamtökum, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Sjúkratryggingum Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Hlutverk hópsins er að;
- fara yfir núverandi fyrirkomulag á úthlutun hjálpartækja og leggja fram tillögur að einföldum breytingum. Hugað verði að mögulegri aðkomu heilsugæslu í umsóknum og úthlutun einfaldra hjálpartækja.
- setja saman áætlun um frekari breytingar á reglugerðinni, þ.e. aukin réttindi fullorðinna og hvaða frístundahjálpartækjum væri æskilegt að bæta við í fylgiskjal reglugerðarinnar í þrepum.
Starfshópinn skipa
- Guðlín Steinsdóttir, án tilnefingar, formaður
- Geir Sverrisson, tilnefndur af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands
- Rósa María Hjörvar, tilnefnd af ÖBÍ
- Anna Sigríður Vernharðsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Júlíana H. Aspelund, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands
- Soffía Dóra Jóhannsdóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
- Þuríður Harpa Sigurðardóttir, tilnefnd af Sjálfsbjörgu, landssambandi hreyfihamlaðra.
Starfsmaður hópsins er Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.
Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra 9. október 2024 og er gert er ráð fyrir að hópurinn skili ráðherra tillögum sínum fyrir 1. mars 2025.