Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um úthlutun hjálpartækja

Heilbrigðisráðuneytið

Framboð og tegundir hjálpartækja hafa breyst mikið á undanförnum árum. Ennfremur hefur þörf fyrir hjálpartæki breyst og aukist. Hjálpartæki sem Sjúkratryggingar Íslands útvega eða greiða styrki vegna, hafa því verið til sérstakrar skoðunar á undanförnum misserum. Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja, nr. 760/2021, hefur verið breytt nokkrum sinnum í þá átt að veita betri þjónustu við þau sem þurfa á hjálpartækjum að halda. Mikilvægt er að halda áfram endurskoðun og horfa á málaflokkinn í heild sinni með aðkomu helstu hagsmunaaðila.

Óskað var tilnefninga í starfshópinn frá ÖBÍ réttindasamtökum, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Sjúkratryggingum Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Hlutverk hópsins er að;

  1. fara yfir núverandi fyrirkomulag á úthlutun hjálpartækja og leggja fram tillögur að einföldum breytingum. Hugað verði að mögulegri aðkomu heilsugæslu í umsóknum og úthlutun einfaldra hjálpartækja.
  2. setja saman áætlun um frekari breytingar á reglugerðinni, þ.e. aukin réttindi fullorðinna og hvaða frístundahjálpartækjum væri æskilegt að bæta við í fylgiskjal reglugerðarinnar í þrepum. 

Starfshópinn skipa

  • Guðlín Steinsdóttir, án tilnefingar, formaður
  • Geir Sverrisson, tilnefndur af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands
  • Rósa María Hjörvar, tilnefnd af ÖBÍ
  • Anna Sigríður Vernharðsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Júlíana H. Aspelund, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands
  • Soffía Dóra Jóhannsdóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Starfsmaður hópsins er Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra 9. október 2024 og er gert er ráð fyrir að hópurinn skili ráðherra tillögum sínum fyrir 1. mars 2025.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta